02/08/2004

Verslunarmannahelgin!
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.

Engin ummæli: