Áfram Ísland - Buffon buffaður!
Það var alveg hrikalega gaman að vera Íslendingur á Laugardalsvelli í gær. Stemningin góð en gellurnar í Nylon ættu bara að klára menntaskóla og sjá svo til hvað þær ætla að gera þegar þær eru orðnar stórar! Hvað er málið með þetta lið sem er á snærum Einars Bárðasonar?? Það var mjög góður pistill um "upphitunar tónleikana" í fréttablaðinu í dag og hvet ég alla til að lesa það.
Anyhú þá sér maður nú ekki oft Íslendinga buffa Buffon opinberlega en þessi fyrri hálfleikur flokkast í "hrein snilld" hópinn. Ítalirnir voru voða svekktir - máttu ekki láta sig detta og ekki toga í peysur í hinu liðinu þannig að leikur þeirra hrundi eins og gömul kona í hálku. Besta við leikinn eru nærmyndir af Buffon sem tengiliður minn við hliðarlínuna sá um að taka. Þið sem viljið fá send eintök - bara skrá sig á commentakerfið and enjoy!
Eftir leikinn var kíkt í götugrillið 2004 á Kambsveginum þar sem útvaldir fá að skemmta sér saman og grilla. Þetta var hið besta partý eins og gengur og gerist ár hvert. Brottför heim var reyndar með fyrra fallinu þar sem Ofurhjúkkan hafði öðrum hnöppum að hneppa í Dalalandinu. Í dag er enn ein endurkoman heim á Kambsveg en við hjúin göngum víst undir nafninu "þau sem eru aldrei heima" í götunni.
19/08/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli