26/08/2004

Helgin framundan!
Það verður nóg að gera um helgina hjá ofurhjúkkunni. Þetta er nú reyndar vinnuhelgi hjá gellunni en það þýðir samt ekki að maður skelli sér ekki út og kíki á mannlífið. Kvöldvaktin á föstudag og morgunvaktin á laugardag gera reyndar það að verkum að kveðjupartýið hans Héðins verður aðal staðurinn til að vera á. Reyndar 12 tíma vakt á sunnudag, en maður er enn ungur og Héðinn flytur vonandi bara einu sinni til Köben.
Vaktafrí í dag vegna helgarinnar og ofurhjúkkan er búin að hanga á helstu kaffihúsum í ströngu félagslegu prógrammi. Byrjaði með öðrum ofurhjúkkum af slysó og svo tók við dinner og Kringluráp með Maríu systir. Að lokum var skriðið heim og kveðju kastað á sambýlismanninn. Ein spurning að lokum - Veit einhver hver flytur Over the Rainbow í nýju auglýsingunni frá Umferðarstofu. Mér finnst þetta svo svakalega flott útsetning að ég myndi gjarnan vilja svör.

Engin ummæli: