23/08/2004

Lífið komið í sinn vana gang!
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí var í kvöld. Þetta var læviblandin tilfinning að koma aftur inn á spítalann eftir góða og verðskuldaða fjarveru. Allt gekk vel og álagið var bara temmilegt. Maður vill hafa svona vaktir þegar maður er að koma aftur til að komast í réttan gír fyrir veturinn. Helgin fór í almenna afslöppun og þvílíka leti að annað eins hefur sjaldan sést hér á Kambsveginum. Nú er bara að byrja að telja niður fyrir næstu utanlandsferð sem verður til Köben um miðjan september. Þá er stefnan tekin á ráðstefnu bráðahjúkrunafræðinga sem haldin er í Köben. Prógrammið er næstum orðið fullt enda eru sífellt fleiri að flytja til þessarra yndislegu borgar. Planið er að hitta fréttapésann og jafnvel ef vel hittir á stóru systur sem þessa dagana býr í Malawi í Afríku. Svo þarf maður auðvitað að ná í HM og sitja fyrirlestra og workshop á ráðstefnunni. En nóg af bulli í bili - morgunvaktin á morgun og beddinn kallar.

Engin ummæli: