07/08/2004

Ég er ekki að meika þetta veður!
Ég er búin að vera í sumarfríi núna í 2 vikur - einmitt þær tvær vikur á þessu ári þar sem mest hefur rignt! Þetta er alveg ekki fyndið lengur og ég ætla bara að skella mér í hitabylgjuna í París til að ná smá sól og almennum kafnheitum!!
Er annars frekar léleg hækja í dag þar sem ég fór hvorki í Gay Pride gönguna né er úti að skemmta mér í kvöld. Sit í rólegheitum heima og er að byrja skipurlagningu á pökkun fyrir ferðalagið. Lenti óvart á mjög skemmtilegu skralli í gær með Ingu megabeib, Kamillu og Ölmu - á meðan hýru vinirnir fóru að njóta útsýnisins á man-only kvöldi á Jóni Forseta. Eitthvað var þó slök stemning þar og fyrr en varði var Kjáninn kominn aftur í heimabyggðina á Ölstofunni. Tók skynsamlega ákvörðun um að drífa mig heim um kl. 03 og sá ekki eftir því í dag, þar sem ýmislegt var ógert fyrir ferðalagið.
Rokkstig dagsins fá hommarnir og lespíurnar - njótið dagsins og næturinnar.

Engin ummæli: