29/08/2004

Snilldin ein og sér!
Þessi helgi hefur verið tær snilld. Vinnan hefur auðvitað tekið drjúgan part af tímanum og skrallið tók hinn hlutann af tímanum. Gerði alveg ekki neitt á föstudagskvöld þar sem planið var kvöldvakt- morgunvakt. En eftir góða vakt á laugardag var nettur blundur tekin og svo lá leiðin í kveðjupartý hjá Héðni sem haldið var á Ölstofunni. Mætti í J-Lo buxum og brjóstabol og varð þess næstum valdandi að menn snérust til gagnkynhneigðar. Skrallið var mjög fjörugt og alveg hellings mikið af fólki mætti á staðinn. Yfirgaf svo pleisið í fylgd Óskars sem átti þá snilldar hugmynd að kaupa pylsur áður en við færum heim. Það voru skrýtnar umræður yfir pylsunum sem m.a. snérust um mögulegt magn af plástrum og fingrum sem maður hefur ómeðvitað innbyrt sem pylsur á síðustu árum. Varð vitni af því er tveir menn ákváðu þá og þegar að kasta af sér vatni. Þeir snéru smekklega í átt að ofurhjúkkunni og þá gerðist atvikið. Eftir að annar þeirra hafði lokið kastinu þá girðir hann upp um sig og tekur svo upp pylsuna sem hann var að borða áður en kallið kom!!!! Þetta var algjör vibbi - vá beint úr pissinu í pylsuna. Þurfti auðvitað mikið að tjá mig um þetta mál og var Óskar alveg búin að fá nóg. Vorum geðveikt fyndin í leigubílnum - eigum við að fara til mín eða þín heheheh- en leigubílstjóranum fannst við frekar mis!! Pizzu stefnumót í kvöld eftir vinnu heima á Kambsvegi og þá hefur helgin verið fullkomnuð.

Engin ummæli: