Svona á lífið að vera!
Ofurhjúkkan er alveg að meika það þessa síðustu daga sumarfríssins. Fyrst var það auðvitað landsleikurinn, því næst Lou Reed tónleikarnir og loks menningarnótt. Kíkt var í bæinn þegar Egó var komið á svið og þeir rokkuðu feitt. Ekki var flugeldasýningin heldur af verri kantinum og allir skemmtu sér konunglega. Ég er nú alveg sammála einum manni sem hélt því fram að Íslendingar væru miklu fleiri en opinberar tölur gefa til kynna, það bara hlýtur að vera. Þvílík og önnur eins mannmergð eins og komst fyrir í bænum þetta kvöld var með ólíkindum. Um klukkan 3 lá leiðin svo heim og gengið var í gegnum miðbæinn. Ástandið var alveg viðbjóðslegt í miðbænum og einnig á fólki sem var á svæðinu. Ofurhjúkkan kom upp og ég hugsaði hlýtt til samstarfsfólksins á slysadeildinni sem voru pottþétt á kafi í ógeði.
Dagurinn í dag hefur að mestu (frekar svona öllu) í almenna leti og framtaksleysi. Gott að hafa Ólympíuleikana til að horfa á - versta er hversu fúll maður verður á því að horfa á handboltann. Ef maður má segja eitthvað um þetta þá held ég bara að það sé kominn tími á nýjan þjálfara - því miður. Þetta lið er algjörlega staðnað og leikmenn virka þreyttir, ófrumlegir í leik og hugmyndasnauðir. Svo er það líka plottið að detta í gírinn svona 5 mínútum of seint - maður vinnur aldrei næstum því leikinn! En áfram Þórey Edda og Rúnar í fimleikunum vonandi slá þau í gegn.
22/08/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli