16/08/2004

Komin heim á Kambsveginn!
Þá er maður komin heim úr fríinu í París. Þetta var ein snilld og þrátt fyrir illan orðróm var mjög gott veður þennan tíma í París. Það gekk á með rigningu einn daginn en að öðru leyti var heitt og fínt - suma daga aðeins of heitt. En hvað gerir maður í miklum hita annað en að fá sér bjór eða Hagen Daas! Ferðin byrjaði reyndar ekki mjög vel þar sem tæplega 5 tíma seinkun var á fluginu - fréttum af því þegar komið var út á völl og biðin byrjaði kl. 23.00. Okkur til lítillar hamingju varð seinkunin sífellt lengri og á endanum fórum við í loftið kl. 05:30 en ekki kl. 00:55 eins og til stóð í upphafi. Frakkar eru almennt hundfúlt og frekar dónalegt fólk svona upp til hópa en nokkrir þjónar kunnu sig og brostu alla vega til manns. Heimsfrægir staðir s.s. Louvre safnið, Mona Lisa, Notre Dame, Eiffel turninn, Latínu hverfið og Mýrin liggja öll í valnum eftir þessa dvöl. Tókum okkur til og skoðuðum meira að segja hallirnar í Versölum sem erum mjög magnaðar. Nú er málið að taka því rólega síðustu vikuna í fríinu og drekka meiri bjór. Það er eins gott að veðrið haldist eitthvað hér á landi annars verð ég send í útlegð!

Engin ummæli: