Allt of mikið að gera!
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.
05/08/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli