Hvað er málið!
Ein af mínum uppáhalds fréttum er það hvernig gengur að bjarga fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur af sjávarbotni við Lofoten í Noregi. Þetta skip strandaði á skeri í kringum 16. júní 2002 og rann svo af skerinu og niður á botn. Þessi síðustu tvö ár hefur með reglulegu millibilið komið frétt af björgunaraðgerðum við skipið og hvernig eigi nú að lyfta því af hafsbotni. Einhvern vegin hefur veður alltaf hamlað frekari aðgerðir. Eftir að hafa reynt þetta í tvö ár hafa menn sem sagt komist að því að nú er bara ekkert hægt að bjarga þessu skipi því það er of illa farinn á því skrokkurinn. Sem sagt tveimur árum síðar á að byrja að taka úr því olíu og að ég held einhver skriljón tonn af fiski. Ég á eftir að sakna fréttanna af henni Gunnu sem eru orðnar eins og að fá að vita af gamalli frænku sinni með reglulegu millibili. En hefðu menn ekki átt að átta sig á þessum aðstæðum fyrir 2 árum síðan að skipið var illa farin? Þurfti bara aðeins að tjá mig um þetta mál.
30/05/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli