09/05/2004

Helgarpósturinn!
Helgin hófst eiginlega á föstudaginn á aðalfundi BHM sem stóð yfir allan daginn. Þetta var hin mesta skemmtun og það kom eiginlega á óvart hversu gaman það var. Reyndar var einn framsögumaður sem var alveg skelfileg, byrjaði framsöguna á því að segja frá því hversu andlega þreytt hún væri!!! Við það eitt urðu allir í salnum andlega þreyttir á henni, ekki gott move. Um kvöldið var svo kvöldverðarboð með tilheyrandi rugli og vitleysu. Skrapp í bæinn með nokkrum hjúkkum eftir matinn og við trölluðum af okkur alla skanka á Thorvaldsen. Á einhverjum tímapunkti vissi ég að nú væri minn tími og kominn og ég skrölti út í leigubíl. Komst heil heim og mín beið illa vonur þynnkudagur!!! Ó já laugardagurinn var framan af ekki góður dagur. Vaknaði og ég hélt að ég hefði sloppið en svo gerðist það - seinþynnka dauðans með heimsókn til Gutavsberg stórvinar míns. Ég hélt að þetta ætlaði engan endi að taka en eftir heimsóknina varð líðanin bærilegri. Fór með Maríu systir í sveittan borgara um kvöldið sem bragðaðist eins og fjós!! Kvartaði í þjóninn og þurfti sem betur fer ekki að borga því ég borðaði ekki neitt af borgaranum. Átti svo góða stund heima um kvöldið fyrir framan imbann með alls konar lokaþætti til þess að horfa á. Í dag er stefnan tekin á kvöldvaktina og nammi át þegar heim verður komið eftir hana. Farið varlega í dag, því það er alltaf löng bið á slysó frá eftirmiðdegi á sunnudögum!

Engin ummæli: