30/05/2004

Ég mun sigra!
Með góðri hjálp nokkurra sýklalyfja er ég að ná stjórn á eigin lífi á ný eftir þessi leiðindar veikindi. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta hefur verið leiðinlegur tími þar sem ómælanlegt magn af ógeði virðist hafa komið sér fyrir í mínu litla nefi. En ég mun sigra!
Á föstudaginn fór ég í fyrsta skiptið út frá því á þriðjudaginn og það var mjög ánægjulegt. Var reyndar engan vegin nógu góð en fékk að hoppa inn í nokkrar húsgagnaverslanir. Það varð úr að í gær var svo keyptur þessi fíni sófi inn í sjónvarpsherbergið og gamla IKEA sófanum þakkað fyrir áralanga þjónustu í okkar þágu. Hann leitar nú nýrra eigenda sem get haft samband hvernær sem er. Nýji sófinn spókar sig fullkomlega í nýja herberginu sínu og ég ætlaði varla að tíma að fara út í gærkvöldi. En skrapp í pool með Ingu megabeib þar sem við urðum óþæginlega varar við það hversu mikið leikæfingu okkar hefur hrakað. Maður var kominn heim á mjög svo kristinlegum tíma og farin í háttinn þar sem kvefið er enn með smá yfirhönd í leiknum. Í kvöld er stefnan tekin á afmælis/innflutningspartý hjá Ýr en ég geri nú fastlega ráð fyrir því að vera bara á bíl. Þar sem vinnan kallar á morgun!

Engin ummæli: