13/05/2004

Hvað meinar fólk!
Ég var að horfa á undankeppni Eurovision í gærkvöldi og get ekki orða bundist yfir smekkleysunni í Evrópubúum. Það að Danir skuli ekki hafi komist áfram á úrslitakvöldið er bara óskiljanlegt. Ég var búin að leggja tvo matarmiða undir að Danmörk myndi sigra aðalkeppnina og Svíþjóð myndi lenda í öðru sæti, but NO ekki í dag elskan. Nú er ég sem sagt opinber styrktaraðili hennar Lenu beib sem Kjáninn samsvarar sér mikið með. Mér til mikillar gleði breyttust vinnuhagir mínir þannig að nú stöðvar mig ekkert - Júró í Jöfrabakkanum á laugardaginn hjá honum Nonna. Þessi partý eru stabíli punkturinn í lífi vinanna og hafa verið það í nokkuð mörg ár.
Að örðu leyti er það bara sama gamla tuggan, alltaf í vinnunni. Það er að koma sumar og það fer að léttast á fólki brúnin. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta síðasta ár hefur liðið hratt - mér finnst alveg eins og jólin hafi verið um síðustu helgi. En nú er málið að fagna sumrinu og nýjum nágrönnum, þar sem íbúðin á hæðinni fyrir neðan er til sölu! Bíð spennt eftir að sjá hverir kaupa hana og maður er að mæla út alla sem keyra framhjá húsinu eða sjást ganga inn í það.

Engin ummæli: