25/05/2004

Sumt fólk!
Síðustu daga hef ég mikið verið að spá í öðru fólki. Hvernig það kemur fyrir og hvernig það kemur fram við fólk sem það þekkir ekki neitt. Hafa ber í huga að ég hef ekki verið að velta því fyrir mér hvernig fólk kemur fram við fólk sem það þekkir! Í minni vinnu hitti ég mikið að fólki sem ég þekki ekki neitt, hef aldrei séð áður og hef enga ástæðu til þess að kannast við. Samt sem áður er eins og mörgum finnist maður eiga að vita allt um viðkomandi, hans heilsufar og nöfn á nánustu ættingjum Auðvitað eru þetta spurningar sem ég spyr fólkið við innskrift en það er allt annað mál. Sumir einstaklingar geta verið svo óforskammaðir og dónalegir gagnvart öðrum að manni sárnar næstum því að eiga samskipti við svona týpur. Ég lenti einmitt í svona týpu í gærdag, hún er alveg óþolandi, og þetta fór alveg með eftirmiðdaginn hjá mér. Þessi samskipti stóðu stutt yfir en skildu eftir sig stórt far. En hvað getum við gert þegar við mætum svona fólki? Málið er að þetta fólk hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin mati, best er að vera bara ekkert að eiga samskipti við það. Ef svo óheppilega vill til að þú verður að eiga við þetta fólk samskipti, hafðu þau stutt og ópersónuleg og ekki leyfi því að hafa áhrif á þig.

Engin ummæli: