23/05/2004

Svakalega mikið að gera!
Þessa dagana má maður varla vera að því að sofa! Vikan þaut áfram svo hratt að allt í einu var Eurovision búið og komin aftur helgi. Vinnan tók sinn toll í vikunni og svo lá leiðin á sumarfagnað slysadeildarinnar. Hafist var handa á Draugasetrinu á Stokkseyri þar sem gamlir og góðir draugar hræddu úr manni líftóruna. Þaðan lá leiðin í yndislegt humarát við Fjöruborðið þar sem ekkert var gefið eftir við át á þessum dýrindis mat. Næsta stopp var á sumarmóti slysó í keilu þar sem hæfileikar samstarfsfólks komu skemmtilega á óvart. Auðvitað voru allir að "spila keilu í fyrsta skipti" en við sem viðurkennum nördinn í sjálfum okkar játuðum fyrri reynslu á brautinni. Eftir allta þetta var svo skellt sér á Mojito og dansað þar til ekkert varð eftir. Vinnan kallaði svo strax daginn eftir en nú fer sem betur fer að styttast í sumarfríið. Vaktin í kvöld var ein af þessum sem maður vonar að komi ekki fljótt aftur því það var einfaldlega of mikið að gera fyrir minn smekk. Nú fer ný vika að byrja og stefnan tekin á að halda geðheilsunni.

Engin ummæli: