27/05/2004

Þegar maður er lasinn!
Það er ekkert skemmtilegt við það að þurfa að vera heima því maður er lasinn. Það lekur úr nefinu á manni og maður á alveg eins von á því að hnerra sig burt af þessari plánetu. Ekki nóg með það þá er manni illt í höfðinu og andlitinu vegna sýkingar í kinn- og ennisholum. Hellur eru fyrir báðum eyrum og maður er með slen. En hvað getur maður gert? Fyrsta daginn byrjar maður á því að horfa á allt sem til er á DVD/VHS/SVHS og öðrum miðlum á heimilinu. Eftir þetta allt saman er manni orðið illt í augunum líka. Blundir koma inn á milli og loks er komin nótt. Daginn eftir vaknar maður enn meira tuskulegri heldur en daginn fyrr. Horið er að ná yfirráðum í nefinu og það er ekkert sem þú getur gert. Í dag nennir maður ekki að horfa aftur á alla þessa miðla sem til eru að heimilinu þannig að best að finna sér eitthvað að gera. Þegar ég var búin að taka til í contact listanum mínum á hotmail heimasvæðinu mínu var ekki um neitt annað að ræða en að raða myndum inn í myndaalbúm. En nú stend ég frammi fyrir erfiðri aðstöðu. Ég er búin með allar myndirnar, engir listar til að gera og mér er enn illt í hálsinum. Þá kemur besta stund dagsins - þú hitar þér vatn og færð þér Panodil hot sem er ekkert nema snilld við svona ástandi. Nú er ég farin í eldhúsið að hita mér vatn. Ég læt horið ekki vinna þessa lotu!

Engin ummæli: