17/05/2004

Eurovisionpartyhelgi!
Þessi helgi verður lengi í minnum manna fyrir það hversu svakalega skemmtileg hún var. Jú þrátt fyrir slakt gengi íslenska lagsins í keppninn þá var ekki slegið slöku við á mínum vígstöðvum. Hið árlega Eurovisionparty var haldið hjá Nonna og fór það fram með miklum ágætum. Veðbankinn var á sínum stað og mismikið fagnað við stigagjöfina. Upp kom sú hugmynd að Ísland segði sig úr Evrópu og stofnaði eigin heimsálfu! Mér finnst það svakaleg góð hugmynd :) Annars sáum við mikið eftir því að hafa rekonæsað eystrasaltslöndin sem greinilega eru búin að gleyma okkur og öllu sem við gerðum fyrir þau. Eftir partýið lá leiðin á NASA í eitthvert skemmtilegasta Post-Eurovision Party sem um getur. Þar komu fram gamlar Euro stjörnur og ég dansaði af mér mjaðmirnar. Ég held að ég hafi ekki dansað svona mikið um ævina. Enda var biðin eftir leigubíl svolítið erfið þar sem fæturnir voru eiginlega búnir að fá nóg.
Í gær tók raunveruleikinn aftur við með kvöldvakt sem ætlaði engan endi að taka. Sumar vaktir líða mun hægar en aðra, ég veit ekki alveg af hverju! Í dag er svo frí hjá ofurhjúkkunni sem stefnir á gymmið, að kaupa kjól og svo auðvitað fara í afmæliskaffi með afmælisbarni dagsins Svönusúper sem um þessar mundir heldur upp á sitt 6. 21árs afmæli. Til hamingju með daginn stelpa!

Engin ummæli: