17/05/2004

Þegar maður er feitur!
Suma daga vaknar maður feitari en aðra daga. Það getur verið um að ræða innan fitu og utan fitu. Stundum er maður bara feitur á sálinni en svo líka á líkamanum. Í dag komst ég að niðurstöðu um hvað maður á að gera þessa virkilega slæmu feitu daga.
1. Ekki fara í leikfimi - þú gætir rekist á einhverja horrenglu sem er í samstæðu leikfimis outfiti og heldur að hún sé að sigra heiminn.
2. Ekki fara í Kringluna - þar hittir þú pottþétt gamla skólasystur sem er búin að missa 15 kíló, en "gerði bara ekki neitt - þau bara fóru".
3. Ekki kaupa þér ný föt - við höldum að við eigum eftir að fíla þau, en í raun eru þau bara komin í skápinn því við komumst ekki í hin fötin okkar.
4. Ekki sleppa súkkulaðinu - rannsóknir sýna að kakó eykur brennsluna í líkamanum og við verðum aftur mjó.
5. Ef þú ákveður að fara út - ekki mála þig mikið, því það er ekkert verra en að vera feitur og of mikið málaður.
6. Síðast en ekki síst - ekki horfa á Oprah því þar er alveg pottþétt svona árangurssaga um einhvern sem hefur skipt um lífstíl og hefur aldrei liðið jafn vel og núna.

Bottom line - njóttu þess að vera feitur að innan sem utan og mundu að þér verður ekki eins kalt og hinum og ert í minni hættu á að fá beinþynningu.

Engin ummæli: