30/03/2005

Létt-rómantík á dekkjaverkstæðinu!
Hjúkkan ákvað að reynast foreldrum sínum góð dóttir og dreif sig með litla krúttlega Yarisinn í dekkja skiptingu. Leiðin lá á dekkjaverkstæði í nágrenni heimilli foreldranna og hjúkkunni til mikillar gleði var engin bið. Hún renndi bílnum fagmannlega upp á stoðirnar eða hvað þetta nú heitir og steig út úr bílnum á dignarlegan hátt. Glumdi þá í útvarpi dekkjaverkstæðisins þar sem ekkert nema skítugir menn voru við vinnu sína : "þú ert að hlusta á Létt 96,7 og nú erum við að gefa miða á rómantíska gamanmynd." Hjúkkan sá nú ekki undir iljarnar á gaurunum í símann að reyna að vinna sér inn miða á myndina en þetta var frekar kómískt. Ekki skánaði það þegar hjúkkan kom inn á biðstofuna og blasti þar við dagatal með lítið klæddri konu og ýmis tímarit sem ekki sjást á biðstofu slysadeildarinnar. Áfram glumdi í Létt 96,7 og rómantíkin sveif yfir dekkjaverkstæðinu. Bleik í huga og hjarta en sködduð í augum eftir tímaritin hélt hjúkkan glöð í bragði út af verkstæðinu þegar bíll var tilbúinn. Hver segir svo að bifvélavirkjar séu ekki tilfinningarnæmir karlmenn.

29/03/2005

Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.
Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.

25/03/2005

Sjálfskaðandi hegðun!
Hjúkkan stóð sig að því um daginn að veita sjálfri sér skaða á litlu tá. Þannig var að hún sat uppi í sófa og var að ræða málin er nöglin á litlu tánni fór eitthvað að pirra hana. Hjúkkan fór eitthvað að fikta í fjárans nöglinni sem tókst ekki betur en svo að hún rifnaði af!!!! Hjúkkan óaði og æaði af sársauka og gekk hölt í nokkra daga. Það er eiginlega fáránlegt hvað svona ómerkilegt líffæri eins og nöglin á litlu tánni getur valdið manni svona miklum sársauka. Hjúkkan hugsaði meira að segja um að sækja um örokrulífeyri í kjölfarið á þessu slysi. Nú nokkrum dögum síðar er táin öll að koma til og hjúkkan getur haldið áfram að ganga um óhölt.

18/03/2005

Ríkisborgararéttur og kynlíf!
Það voru tvennar fréttir á hinum ágæta vefmiðli mbl.is sem vöktu athygli mína í dag. Annars vegar er sú fáránlega samhljóða ákvörðun Alherjarnefndar Alþingis að mælast til þess að hinn geðsjúki Bobby Fisher fái íslenskan ríkisborgararétt og hins vegar ummæli Bruce Willis um kynlíf við 50 ára afmælið. Hvað fyrri fréttina varðar finnst mér íslenska ríkisstjórnin vera að gera sig að fífli í öllu þessu bulli varðandi þennan mann sem er ekkert nema mjög sjúkur á geði. Hvað í fjandanum hafa Íslendingar að gera með mann í svona ástandandi þegar þeir geta ekki einu sinni sinnt Íslendingum sem kljást við geðræn vandamál svo sómasamlega mætti teljast. Þetta mál er algjört rugl frá byrjun til enda og þvílík hneisa að mínu mat. Jú jú það er voðalega sniðugt að stofna samtökin " Björgum Bobby " en bara því miður þá kemur þessi maður landinu ekkert við!!!
Hin fréttin var öllu skemmtilegri þar sem ofurhetjan Bruce segir að maður verði fyrst góður í því að stunda kynlíf í kringum 50 ára aldurinn. Hann reyndar kom inn á þá staðreynd að það sé nú svolítið sport að geta enn stundað kynlíf á þessum aldri en nú búi hann yfir áunninni tækni og miklum fróðleik um þarfir kvenna í bólinu. Nú höfum við öll eitthvað til þess að hlakka til!

14/03/2005

Árshátíð og annað rugl!
Helgin fór í árshátíð á slysadeildinni sem tókst með glæsibrag á föstudagskvöldið. Mikil gleði og hamingja ríkti á svæðinu og var almenn ánægja með þetta allt saman. Eins og lög gera ráð fyrir var auðvitað farið í eftirpartý sem stóð langt frameftir morgni. Líðanin á laugardeginum var til fyrirmyndar og lét hjúkkan ekki slen og slappleika koma í veg fyrir að knúsast með litla fullkomna frænda um kvöldið. Sökum slappleika fékk hjúkkan sér frí í tennis á sunnudagsmorgun og dreif sig svo í vinnuna um kvöldið. Það er alltaf sama sagan með þessu hjúkku sem er haldið mikilli vinnufíkn. Í dag er svo morgunvakt og næturvaktin í nótt og allir vinir í skóginum.
Rokkstig og innilegustu hamingjuóskir dagsins fá Vaka og Bragi sem eignuðust litla prinsessu í morgun eftir langa og stranga sótt. Til hamingju með litlu prinsessuna og megi hún dafna vel um aldur og ævi.

10/03/2005

Hor og hálsbólga!
Nú er illa komið fyrir hjúkkunni sem liggur heima í hori og hálsbólgu. Hún gerði sitt besta til þess að reyna að fresta þessum vandræðum en stundum er bara líkamanum misboðið og í þetta sinn þurfti hjúkkan að láta undan. Eintóm tjara og leiðindi þar sem árshátíðin er á morgun. Stefnan í dag er tekin á sófann og flensumyndir og koma sér aftur til vinnu á morgun. Panodil Hot er mikill vinur hjúkkunnar að ógleymdu nefspreyinu góða.

06/03/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana. Hún þvælist um borg og bí, hjúkrar veikum og slösuðum, sækir fundi um samþykktir kjarasamninga og skipurleggur árshátíð vinnustaðarins. Eftir þetta allt saman er víst frekar naumur tími eftir til það sinna vinum og kunningjum. Hjúkkan var til dæmis á leið í 23ja ára afmæli Dóu sinnar í gærkvöldi með stuttu stoppi hjá samhjúkku til að búa til skemmtiatriði skemmtinefndarinnar. Svo fór að samhjúkkan bauð upp á mikið og gott rauðvín og hjúkkan komst ekki til Dóu þar sem leiðin lá heim í bedda rétt eftir miðnætti. Dóa fær því afsökunarstig mánaðarins...
Að öðru leyti er svo sem ekki mikið að frétta úr lífi hjúkkunnar. Hún reyndar stóð sig sem hetja á námskeiðinu sem var í síðustu viku og rokkaði feitt á prófinu. Á föstudaginn er síðan árshátíð vinnustaðarins með tilheyrandi háreyðingum og litunum í vikunni. Jafnvel að hjúkkan láti sjá sig á snyrtistofu í litun og plokkun - svona af því að maður verður að reyna að líta bærilega út.