28/05/2005

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring!
Hjúkkan ákvað að setja sig í ný spor á fimmtudaginn og dreif sig í hlutverk ofurfrænkunnar. Eftir yndislegan tíma í Hár- og sýningarhúsinu Unique fór hjúkkan með nýju klippinguna sína í Kringluna með mömmu sinni. Að þeirri ferð lokinni lá leiðin á hina ýmsu leikskóla þar sem annarra manna börn voru sótt. Fyrst var litli uppáhalds púkinn sóttur og svo var litla uppáhalds prinsessan sótt s.s Viktor Már og Helga Björg. Leiðin lá til Svönu með dóttur hennar og umferðin var nokkuð þétt. Til að halda uppi stemningu í bílnum var brugðið á það ráð að syngja!! Hjólin á strætó snúast hring - hring - hring (hafa ber í huga að handahreyfingar voru einnig notaðar).... Eftir öll 7 erindin voru tekin með glæsibrag og í kjölfarið hélt Helga Björg góða einsöngstónleika úr aftursætinu. All good things must come to an end og þannig var líka með þennan yndislega frænkutíma. Komið var að besta hlutanum - þ.e. að skila börnunum heim til sín :)
Sumarið er alveg að koma!
Hjúkkan trúir því heitt og innilega í hjarta sínu að sumarið fari nú að láta sjá sig. Hún gerði sitt besta í gær og dreif sig út í skítakuldann í pilsi og að auki með linsur og sólgleraugu. Hjúkkan gerir sitt besta til að lúkka vel í Fabio sínum sem er ekkert nema fallegastur. Í tilefni þess að Sonurinn átti afmæli á fimmtudaginn var honum boðið á rúntinn og svo lá leiðin beint í vinnuna.
Til merkis um það að sumarið er komið þá er Fréttapésinn kominn aftur heim og heyrst hefur að annar pési sé loksins kominn með vinnu í Danaveldi.
Töffarastig dagsins fær sonurinn sem er að fá íbúðina sína afhenta!!!

22/05/2005

Stoltur bíleigandi!
Laugardagurinn var alveg einstaklega vel heppnaður í lífi hjúkkunnar. Hún vaknaði ferks eftir góðan nætursvefn og dreif sig á fætur rétt upp úr hádegi. Leiðin lá að eldhúsborðinu og yfir léttu spjalli við gamla kallinn var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Hjúkkan hafði lengi verið að blunda við það að kaupa sér bíl og ákváðu feðgin að rúnta á nokkrar bílasölur. Fyrsta stoppið var hjá Toyota og ekkert sérstakt fannst þar. Því næst lá leiðin í Heklu þar sem þessi líka huggulegi og krúttlegi bíll beið hjúkkunnar. Áður en hjúkkan vissi var hún búin að festa kaup á þessum yndislega bíl og ljómaði af kæti. Um er að ræða silfurlitaðan Skoda Fabia (hjúkkan er nottla fabulous), 5 dyra með topplúgu!!!! Ofurgellu bíll fyrir einstaka ofurgellu. Við tók hamingju rúntur og almenn sýning á gripnum við mikla kæti - þá sérstaklega hjúkkunnar.
Kvöldið fór svo í Júró í Jörfa eins og vanalega þar sem hjúkkan deildi 2. - 3. sæti í veðbankanum með syninum. Kátínan var fyrir hendi og leiðin lá í bæinn þar sem hjúkkan missti einhvern veginn sjónar á öllum og dreif sig heim í ból. Enda dauðuppgefin eftir alveg brilljant dag.

20/05/2005

Júróvision trash!!
Hjúkkan varð nú fyrir nokkrum vonbrigðum í gærkvöldi þegar í ljós kom að við myndum ekki vinna aðalkeppnina n.k. laugardag. Jú málið var eins og allir vita að austantjaldslöndin rúlluðu þessu upp og skildu okkur hin eftir. En hvað er málið þessi austan-tjalds-lönd, come on eru allir búnir að gleyma því að við bárum kennsl fyrst allra á Eystrasaltslöndin??? We recognized them!!
En bara til að fara yfir hápunktana frá undankeppninni þá eru hér skoðanir á nokkrum lögum:

Portúgal - þetta land náði sögulegu hámarki í algjöru klúðri!! Gellan gat hvorki dansað né sungið og virtist ekki einu sinni kunna lagið sem hún átti að vera að syngja!
Andorra - ok manni er lofað að dansararnir færu úr buxunum og væru einungis með létta skýlu um lendar sér - But NO það gerðist ekki og þeir voru allan tímann í buxunum. Tók lítið eftir laginu þar sem ég var alltaf að bíða eftir því að dansararnir færu úr buxunum!
Danmörk - er eiginlega sammála Gísla Marteini hvað varðar líkinguna á framsetningu lagsins sem Dressman auglýsingu. 5 karlmenn í jakkafötum að dilla sér við dillanlegan takt. Held samt að þeir vinni ekki á laugardag.
Eistland - mér fannst hinar Eistnesku Girl´s Aloud píur nokkuð sannfærandi. "I´m hot like an indian spice" Klikkar seint!!
Finnland - hinn norski Geir stóð sig vel og ég hélt að þau myndu meika það.
Holland - Vá fékk einhver annar á tilfinninguna að hér væri Whitney komin aftur að syngja One moment in time og svo myndu Ólympíuleikarnir í Barcelona vera settir!
Írland - Írar ætla greinilega aldrei aftur að reyna einu sinni að vinna keppnina. Nú er kominn ólympíuandinn - ekki aðalmálið að vinna heldur vera með!
Ísrael - komst áfram á þessum industrial size barmi sem er örugglega ekki alveg af náttúrunnar hendi!
Lettland - Þeir komust áfram á grenju-væmnis lagi og einhverju táknmáls bulli! Ömurlegt lag!!
Moldovía - Hver getur sagt mér hvar þetta land er í Evrópu? Amman var reyndar krúttlegasta í keppninni!
Noregur - Maður fékk á tilfinninguna á White Snake eða Europe væru komnir aftur. Flottir og gott lag!
Pólland - Þarf eitthvað að tjá sig frekar um þennan söngvara sem heldur að hann sé svar Evrópu við Ricky Martin??
Sviss - enn ein flóttamanna hljómsveitin sem reyndi að komast í keppnina í heimalandi sínu en enduðu annars staðar. Þær voru ekki eins flottar og Eistnesku Girls Aloud píurnar.

Já sem sagt þetta er í fáum orðum skoðun hjúkkunnar á nokkrum af þeim atriðum sem voru í keppninni í gær. Hjúkkan heldur tryggð sinni við ofurbandið FEMINEM frá Bosníu / Herzegovniu sem hún telur að vinni keppnina. Sjáumst í Júró í Jöfra á laugardaginn!!

19/05/2005

Júróvision drama!
Það ætlaði allt um koll að keyra á vinnustaðnum í morgun þegar myndir birtust af þeim búningum sem nýjustu þjóðarhetjur Íslendinga ætla að skarta í kvöld. Múgurinn skiptist í tvær fylkingar - love it og hate it! Mér persónulega er alveg sama um þessa búninga - finnst hinns vegar skórnir þeirra alveg to-die-for. Hjúkkan er sífellt að vera glisgjarnari og finnst svona gullskór voða fallegri. Þorbjörg úr First Wives Club á líka svakalega fína gullskó sem hún skartaði á árshátíð hópsins um síðustu helgi.
Þar sem flestir sem maður þekkir eru að fara í undankeppnis-júróvision-partý ætlar hjúkkan að sýna lit og fara beint heim að sofa eftir vaktina enda næsta vakt í nótt. Þetta er auðvitað bara gert til þess að geta sinnt vinum og vandamönnum sem lenda í hrakningum í kvöld eftir keppnina. En mottóið fram að næturvakt er ÁFRAM ISLAND - nú mössum við þetta.

12/05/2005

Á sjéns í sundi!
Eftir góðan svefn í kjölfar þreyttrar næturvaktar ákvað hjúkkan að skella sér í sund. Það var ýmislegt sem lá henni á hjarta og eftir góða ráðgjöf góðra vinkvenna var þetta lendingin - að synda eins og vindurinn. Það gerði hjúkkan aldeilis með stæl og hafa aldrei sést önnur eins sundtök í Breiðholtslauginni. Í þetta sinn var ekkert stoppað við bakkann heldur bunað beint í laugina og fokið af stað. Áður en hjúkkan vissi af hafði hún lokið 700 metrum og ákvað að þetta væri nóg í bili. Stefnan var sett á gufubaðið þar sem þreyttir vöðvar skyldu teigðir og almenn afslöppun færi fram. Í þeirri andrá er hjúkkan bregður sér inn í gufubaðið kemur inn karlmaður á svo sem miðjum aldri ( í kúl sundskýlu en allt annað var bleh.. ). Þessi ágæti maður ákveður að segja hjúkkunni að hún hafi synt nokkuð rösklega þessa 700 metra, jú jú svaraði hjúkkan - það dugar engin aumingjaskapur. Þá greinilega heldur okkar maður að hann sé komin í feitt og spurningarnar hrynja yfir hjúkkuna. Þar á meðal kom hin eðallín "Kemur þú oft í þessa sundlaug??" Þegar hjúkkan loksins sá í hvað stefndi var tími til að draga fram sögur af eiginmanninum og tvíburunum fræknu - sem halda móður sinni hlaupandi allan daginn. Hjúkkan veit að það er ljótt að segja ósatt en stundum þarf bara að hressa upp á sögur til þess að komast heill undan og án þess að særa viðmælendur sína. Manninum þótti nú miður að heyra að hjúkkan ætti mann og börn, því honum þætti hjúkkan svo fallega og vildi gjarnan fá að bjóða henni út!!!!! YEAPH folks það er greinilega hægt að lenda á sjéns alls staðar. Hjúkkan þakkaði pent fyrir hrósið og gullhamrana og fór sem vindurinn í heita pottinn. Þegar sjénsinn kom svo á eftir henni þangað ákvað hún að nú væri kominn tími til að drífa sig heim og horfa á Desperate Housewives.
Ofurhjúkka á framabraut!
Ekki nóg með það að hjúkkan sé almennt að slá í gegn með yfirgengilegri óheppni og hrakförum sínum þá er félagsfíkillinn alveg að meika það hjá hjúkkunni. Á mánudaginn og þriðjudaginn sat hún á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áður en hún vissi af var búið að kjósa hana í stjórn félagsins!! Reyndar bara sem varamann en þeir eru víst boðaðir á alla fundi og hafa fullgildan atkvæðisrétt. Nú er sem sagt bara málið að fara að finna sér flokk og drífa sig á þing :) Þar getur hún byrjaði í einum flokki og sagt sig svo úr honum og flutt sig í nýjan flokk ef hún er ekki að meika lífið í flokknum sem hún situr á þingi fyrir.... Hljómar vel er það ekki, nema hvað að þetta er auðvitað verið að nota þessa hugmynd þessa dagana.
Árshátíð saumaklúbbsins er á laugardaginn og svo auðvitað Júró í Jöfrabakkanum eins og lög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir nokkrum erfiðleikum í tennis næstu tvö skipti :)

07/05/2005

Af almennum hrakförum hjúkkunnar!
Eins og þeir sem þekkja hjúkkuna vita þá á hún það til að lenda í hrakförum. Dagurinn í gær byrjaði einmitt þannig. Þannig var mál með vexti að hjúkkan fór afslöppuð að sofa, en fannst samt eins og hún ætti að mæta á fund áður en hún færi til vinnu sinnar. Nema hvað, án þess að líta í dagbókina sína varð hún fullviss um að þetta væri nú bara rugl og engin ástæða til þess að ætla að hún ætti nokkuð erindi fyrir kvöldvaktina. Glöð í bragði vaknaði hún úthvíld um kl. 11:30 og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Nú skildi virkilega slappað af í góðri dekursturtu með tilheyrandi andlitsmaska, djúpnæringu í hárið og fjarlæginu á óæskilegum líkamshárum. Allt var eins og það átti að vera - gúrkuandlitsmaskinn var kominn á andlitið, djúpnæringin í hárinu og hjúkkan búin að raka af sér hárin á öðrum fætinum þegar síminn hringir. Fersk stekkur hjúkkan á símann og sér að hjúkkuvinkona er að hringja. Hún svara glöð í bragði og spyr hvað sé að frétta. Jú hún sé nefnilega í dekursturtu og eigi bara eftir annan fótinn í rakstrinum. Viti menn - hjúkkuvinkonan í símanum spyr glettin hvort hjúkkunni líði ekki yndislega í þessari afslöppun, en einnig hvort hún eigi ekki að vera komin í vinnuna! Hjúkkan rak upp skelfingaróp þegar hún uppgötvaði að hún var búin að skrá sig á aukavakt fyrir kvöldvaktina og var sem sagt orðin of sein. Hún baðst innilegrar afsökunnar og sagðist verða komin innan skamms. Nú voru góð ráð dýr, annar fóturinn rakaður - hinn enn mjakaður raksápu, andlitið hulið agúrkumaska og djúpnæring í hárinu!!!! Margir myndu kalla það ástand sem myndaðist á baðherberginu frekar alvarlegt. En á svipstundu spratt hjúkkan hárunum af leggnum, skolaði andlitið og hárið, hentist í föt og keyrði sem leið lá í vinnuna. Svona til þess að toppa daginn var vaktin síðan gífurlega krefjandi en hjúkkan ánægð því hún er silkimjúk á fótunum, andliti og í hári og ekkert annað að gera en að gera sitt besta. Eftir vaktina lá leiðin beint heim í sófann til besta vinarins - sjónvarpsins. En nú er mál að linni og hjúkkan er farin í háttinn!
666 AH!
Já góðir lesendur þetta bílnúmer sá ofurhjúkkan um daginn. Um var að ræða nokkuð sportlegan götujeppa og átti hjúkkan ekki von á neinu öðru en að nokkuð sportlegur gaur væri um borð í bílnum. Hjúkkan fékk næstum því hjartaáfall þegar sannleikurinn rann upp. Um borð voru eldri hjón, bæði vel yfir 70 ára aldri og karlinn var að keyra. Hann var meira að segja með hatt!!! Kúlið rann á örskotstundu af þessum bíl og þessu bílnúmeri sem fór úr því að vera nokkuð gauralegt í það að vera bara einfaldlega ósmekklegt. Aumingjans hjúkkan er enn að jafna sig á áfallinu og ekki er fyrirséð um bata hennar!