Snilldin ein og sér!
Þessi helgi hefur verið tær snilld. Vinnan hefur auðvitað tekið drjúgan part af tímanum og skrallið tók hinn hlutann af tímanum. Gerði alveg ekki neitt á föstudagskvöld þar sem planið var kvöldvakt- morgunvakt. En eftir góða vakt á laugardag var nettur blundur tekin og svo lá leiðin í kveðjupartý hjá Héðni sem haldið var á Ölstofunni. Mætti í J-Lo buxum og brjóstabol og varð þess næstum valdandi að menn snérust til gagnkynhneigðar. Skrallið var mjög fjörugt og alveg hellings mikið af fólki mætti á staðinn. Yfirgaf svo pleisið í fylgd Óskars sem átti þá snilldar hugmynd að kaupa pylsur áður en við færum heim. Það voru skrýtnar umræður yfir pylsunum sem m.a. snérust um mögulegt magn af plástrum og fingrum sem maður hefur ómeðvitað innbyrt sem pylsur á síðustu árum. Varð vitni af því er tveir menn ákváðu þá og þegar að kasta af sér vatni. Þeir snéru smekklega í átt að ofurhjúkkunni og þá gerðist atvikið. Eftir að annar þeirra hafði lokið kastinu þá girðir hann upp um sig og tekur svo upp pylsuna sem hann var að borða áður en kallið kom!!!! Þetta var algjör vibbi - vá beint úr pissinu í pylsuna. Þurfti auðvitað mikið að tjá mig um þetta mál og var Óskar alveg búin að fá nóg. Vorum geðveikt fyndin í leigubílnum - eigum við að fara til mín eða þín heheheh- en leigubílstjóranum fannst við frekar mis!! Pizzu stefnumót í kvöld eftir vinnu heima á Kambsvegi og þá hefur helgin verið fullkomnuð.
29/08/2004
26/08/2004
Helgin framundan!
Það verður nóg að gera um helgina hjá ofurhjúkkunni. Þetta er nú reyndar vinnuhelgi hjá gellunni en það þýðir samt ekki að maður skelli sér ekki út og kíki á mannlífið. Kvöldvaktin á föstudag og morgunvaktin á laugardag gera reyndar það að verkum að kveðjupartýið hans Héðins verður aðal staðurinn til að vera á. Reyndar 12 tíma vakt á sunnudag, en maður er enn ungur og Héðinn flytur vonandi bara einu sinni til Köben.
Vaktafrí í dag vegna helgarinnar og ofurhjúkkan er búin að hanga á helstu kaffihúsum í ströngu félagslegu prógrammi. Byrjaði með öðrum ofurhjúkkum af slysó og svo tók við dinner og Kringluráp með Maríu systir. Að lokum var skriðið heim og kveðju kastað á sambýlismanninn. Ein spurning að lokum - Veit einhver hver flytur Over the Rainbow í nýju auglýsingunni frá Umferðarstofu. Mér finnst þetta svo svakalega flott útsetning að ég myndi gjarnan vilja svör.
Það verður nóg að gera um helgina hjá ofurhjúkkunni. Þetta er nú reyndar vinnuhelgi hjá gellunni en það þýðir samt ekki að maður skelli sér ekki út og kíki á mannlífið. Kvöldvaktin á föstudag og morgunvaktin á laugardag gera reyndar það að verkum að kveðjupartýið hans Héðins verður aðal staðurinn til að vera á. Reyndar 12 tíma vakt á sunnudag, en maður er enn ungur og Héðinn flytur vonandi bara einu sinni til Köben.
Vaktafrí í dag vegna helgarinnar og ofurhjúkkan er búin að hanga á helstu kaffihúsum í ströngu félagslegu prógrammi. Byrjaði með öðrum ofurhjúkkum af slysó og svo tók við dinner og Kringluráp með Maríu systir. Að lokum var skriðið heim og kveðju kastað á sambýlismanninn. Ein spurning að lokum - Veit einhver hver flytur Over the Rainbow í nýju auglýsingunni frá Umferðarstofu. Mér finnst þetta svo svakalega flott útsetning að ég myndi gjarnan vilja svör.
23/08/2004
Lífið komið í sinn vana gang!
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí var í kvöld. Þetta var læviblandin tilfinning að koma aftur inn á spítalann eftir góða og verðskuldaða fjarveru. Allt gekk vel og álagið var bara temmilegt. Maður vill hafa svona vaktir þegar maður er að koma aftur til að komast í réttan gír fyrir veturinn. Helgin fór í almenna afslöppun og þvílíka leti að annað eins hefur sjaldan sést hér á Kambsveginum. Nú er bara að byrja að telja niður fyrir næstu utanlandsferð sem verður til Köben um miðjan september. Þá er stefnan tekin á ráðstefnu bráðahjúkrunafræðinga sem haldin er í Köben. Prógrammið er næstum orðið fullt enda eru sífellt fleiri að flytja til þessarra yndislegu borgar. Planið er að hitta fréttapésann og jafnvel ef vel hittir á stóru systur sem þessa dagana býr í Malawi í Afríku. Svo þarf maður auðvitað að ná í HM og sitja fyrirlestra og workshop á ráðstefnunni. En nóg af bulli í bili - morgunvaktin á morgun og beddinn kallar.
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí var í kvöld. Þetta var læviblandin tilfinning að koma aftur inn á spítalann eftir góða og verðskuldaða fjarveru. Allt gekk vel og álagið var bara temmilegt. Maður vill hafa svona vaktir þegar maður er að koma aftur til að komast í réttan gír fyrir veturinn. Helgin fór í almenna afslöppun og þvílíka leti að annað eins hefur sjaldan sést hér á Kambsveginum. Nú er bara að byrja að telja niður fyrir næstu utanlandsferð sem verður til Köben um miðjan september. Þá er stefnan tekin á ráðstefnu bráðahjúkrunafræðinga sem haldin er í Köben. Prógrammið er næstum orðið fullt enda eru sífellt fleiri að flytja til þessarra yndislegu borgar. Planið er að hitta fréttapésann og jafnvel ef vel hittir á stóru systur sem þessa dagana býr í Malawi í Afríku. Svo þarf maður auðvitað að ná í HM og sitja fyrirlestra og workshop á ráðstefnunni. En nóg af bulli í bili - morgunvaktin á morgun og beddinn kallar.
22/08/2004
Svona á lífið að vera!
Ofurhjúkkan er alveg að meika það þessa síðustu daga sumarfríssins. Fyrst var það auðvitað landsleikurinn, því næst Lou Reed tónleikarnir og loks menningarnótt. Kíkt var í bæinn þegar Egó var komið á svið og þeir rokkuðu feitt. Ekki var flugeldasýningin heldur af verri kantinum og allir skemmtu sér konunglega. Ég er nú alveg sammála einum manni sem hélt því fram að Íslendingar væru miklu fleiri en opinberar tölur gefa til kynna, það bara hlýtur að vera. Þvílík og önnur eins mannmergð eins og komst fyrir í bænum þetta kvöld var með ólíkindum. Um klukkan 3 lá leiðin svo heim og gengið var í gegnum miðbæinn. Ástandið var alveg viðbjóðslegt í miðbænum og einnig á fólki sem var á svæðinu. Ofurhjúkkan kom upp og ég hugsaði hlýtt til samstarfsfólksins á slysadeildinni sem voru pottþétt á kafi í ógeði.
Dagurinn í dag hefur að mestu (frekar svona öllu) í almenna leti og framtaksleysi. Gott að hafa Ólympíuleikana til að horfa á - versta er hversu fúll maður verður á því að horfa á handboltann. Ef maður má segja eitthvað um þetta þá held ég bara að það sé kominn tími á nýjan þjálfara - því miður. Þetta lið er algjörlega staðnað og leikmenn virka þreyttir, ófrumlegir í leik og hugmyndasnauðir. Svo er það líka plottið að detta í gírinn svona 5 mínútum of seint - maður vinnur aldrei næstum því leikinn! En áfram Þórey Edda og Rúnar í fimleikunum vonandi slá þau í gegn.
Ofurhjúkkan er alveg að meika það þessa síðustu daga sumarfríssins. Fyrst var það auðvitað landsleikurinn, því næst Lou Reed tónleikarnir og loks menningarnótt. Kíkt var í bæinn þegar Egó var komið á svið og þeir rokkuðu feitt. Ekki var flugeldasýningin heldur af verri kantinum og allir skemmtu sér konunglega. Ég er nú alveg sammála einum manni sem hélt því fram að Íslendingar væru miklu fleiri en opinberar tölur gefa til kynna, það bara hlýtur að vera. Þvílík og önnur eins mannmergð eins og komst fyrir í bænum þetta kvöld var með ólíkindum. Um klukkan 3 lá leiðin svo heim og gengið var í gegnum miðbæinn. Ástandið var alveg viðbjóðslegt í miðbænum og einnig á fólki sem var á svæðinu. Ofurhjúkkan kom upp og ég hugsaði hlýtt til samstarfsfólksins á slysadeildinni sem voru pottþétt á kafi í ógeði.
Dagurinn í dag hefur að mestu (frekar svona öllu) í almenna leti og framtaksleysi. Gott að hafa Ólympíuleikana til að horfa á - versta er hversu fúll maður verður á því að horfa á handboltann. Ef maður má segja eitthvað um þetta þá held ég bara að það sé kominn tími á nýjan þjálfara - því miður. Þetta lið er algjörlega staðnað og leikmenn virka þreyttir, ófrumlegir í leik og hugmyndasnauðir. Svo er það líka plottið að detta í gírinn svona 5 mínútum of seint - maður vinnur aldrei næstum því leikinn! En áfram Þórey Edda og Rúnar í fimleikunum vonandi slá þau í gegn.
19/08/2004
Áfram Ísland - Buffon buffaður!
Það var alveg hrikalega gaman að vera Íslendingur á Laugardalsvelli í gær. Stemningin góð en gellurnar í Nylon ættu bara að klára menntaskóla og sjá svo til hvað þær ætla að gera þegar þær eru orðnar stórar! Hvað er málið með þetta lið sem er á snærum Einars Bárðasonar?? Það var mjög góður pistill um "upphitunar tónleikana" í fréttablaðinu í dag og hvet ég alla til að lesa það.
Anyhú þá sér maður nú ekki oft Íslendinga buffa Buffon opinberlega en þessi fyrri hálfleikur flokkast í "hrein snilld" hópinn. Ítalirnir voru voða svekktir - máttu ekki láta sig detta og ekki toga í peysur í hinu liðinu þannig að leikur þeirra hrundi eins og gömul kona í hálku. Besta við leikinn eru nærmyndir af Buffon sem tengiliður minn við hliðarlínuna sá um að taka. Þið sem viljið fá send eintök - bara skrá sig á commentakerfið and enjoy!
Eftir leikinn var kíkt í götugrillið 2004 á Kambsveginum þar sem útvaldir fá að skemmta sér saman og grilla. Þetta var hið besta partý eins og gengur og gerist ár hvert. Brottför heim var reyndar með fyrra fallinu þar sem Ofurhjúkkan hafði öðrum hnöppum að hneppa í Dalalandinu. Í dag er enn ein endurkoman heim á Kambsveg en við hjúin göngum víst undir nafninu "þau sem eru aldrei heima" í götunni.
Það var alveg hrikalega gaman að vera Íslendingur á Laugardalsvelli í gær. Stemningin góð en gellurnar í Nylon ættu bara að klára menntaskóla og sjá svo til hvað þær ætla að gera þegar þær eru orðnar stórar! Hvað er málið með þetta lið sem er á snærum Einars Bárðasonar?? Það var mjög góður pistill um "upphitunar tónleikana" í fréttablaðinu í dag og hvet ég alla til að lesa það.
Anyhú þá sér maður nú ekki oft Íslendinga buffa Buffon opinberlega en þessi fyrri hálfleikur flokkast í "hrein snilld" hópinn. Ítalirnir voru voða svekktir - máttu ekki láta sig detta og ekki toga í peysur í hinu liðinu þannig að leikur þeirra hrundi eins og gömul kona í hálku. Besta við leikinn eru nærmyndir af Buffon sem tengiliður minn við hliðarlínuna sá um að taka. Þið sem viljið fá send eintök - bara skrá sig á commentakerfið and enjoy!
Eftir leikinn var kíkt í götugrillið 2004 á Kambsveginum þar sem útvaldir fá að skemmta sér saman og grilla. Þetta var hið besta partý eins og gengur og gerist ár hvert. Brottför heim var reyndar með fyrra fallinu þar sem Ofurhjúkkan hafði öðrum hnöppum að hneppa í Dalalandinu. Í dag er enn ein endurkoman heim á Kambsveg en við hjúin göngum víst undir nafninu "þau sem eru aldrei heima" í götunni.
16/08/2004
Komin heim á Kambsveginn!
Þá er maður komin heim úr fríinu í París. Þetta var ein snilld og þrátt fyrir illan orðróm var mjög gott veður þennan tíma í París. Það gekk á með rigningu einn daginn en að öðru leyti var heitt og fínt - suma daga aðeins of heitt. En hvað gerir maður í miklum hita annað en að fá sér bjór eða Hagen Daas! Ferðin byrjaði reyndar ekki mjög vel þar sem tæplega 5 tíma seinkun var á fluginu - fréttum af því þegar komið var út á völl og biðin byrjaði kl. 23.00. Okkur til lítillar hamingju varð seinkunin sífellt lengri og á endanum fórum við í loftið kl. 05:30 en ekki kl. 00:55 eins og til stóð í upphafi. Frakkar eru almennt hundfúlt og frekar dónalegt fólk svona upp til hópa en nokkrir þjónar kunnu sig og brostu alla vega til manns. Heimsfrægir staðir s.s. Louvre safnið, Mona Lisa, Notre Dame, Eiffel turninn, Latínu hverfið og Mýrin liggja öll í valnum eftir þessa dvöl. Tókum okkur til og skoðuðum meira að segja hallirnar í Versölum sem erum mjög magnaðar. Nú er málið að taka því rólega síðustu vikuna í fríinu og drekka meiri bjór. Það er eins gott að veðrið haldist eitthvað hér á landi annars verð ég send í útlegð!
Þá er maður komin heim úr fríinu í París. Þetta var ein snilld og þrátt fyrir illan orðróm var mjög gott veður þennan tíma í París. Það gekk á með rigningu einn daginn en að öðru leyti var heitt og fínt - suma daga aðeins of heitt. En hvað gerir maður í miklum hita annað en að fá sér bjór eða Hagen Daas! Ferðin byrjaði reyndar ekki mjög vel þar sem tæplega 5 tíma seinkun var á fluginu - fréttum af því þegar komið var út á völl og biðin byrjaði kl. 23.00. Okkur til lítillar hamingju varð seinkunin sífellt lengri og á endanum fórum við í loftið kl. 05:30 en ekki kl. 00:55 eins og til stóð í upphafi. Frakkar eru almennt hundfúlt og frekar dónalegt fólk svona upp til hópa en nokkrir þjónar kunnu sig og brostu alla vega til manns. Heimsfrægir staðir s.s. Louvre safnið, Mona Lisa, Notre Dame, Eiffel turninn, Latínu hverfið og Mýrin liggja öll í valnum eftir þessa dvöl. Tókum okkur til og skoðuðum meira að segja hallirnar í Versölum sem erum mjög magnaðar. Nú er málið að taka því rólega síðustu vikuna í fríinu og drekka meiri bjór. Það er eins gott að veðrið haldist eitthvað hér á landi annars verð ég send í útlegð!
08/08/2004
07/08/2004
Ég er ekki að meika þetta veður!
Ég er búin að vera í sumarfríi núna í 2 vikur - einmitt þær tvær vikur á þessu ári þar sem mest hefur rignt! Þetta er alveg ekki fyndið lengur og ég ætla bara að skella mér í hitabylgjuna í París til að ná smá sól og almennum kafnheitum!!
Er annars frekar léleg hækja í dag þar sem ég fór hvorki í Gay Pride gönguna né er úti að skemmta mér í kvöld. Sit í rólegheitum heima og er að byrja skipurlagningu á pökkun fyrir ferðalagið. Lenti óvart á mjög skemmtilegu skralli í gær með Ingu megabeib, Kamillu og Ölmu - á meðan hýru vinirnir fóru að njóta útsýnisins á man-only kvöldi á Jóni Forseta. Eitthvað var þó slök stemning þar og fyrr en varði var Kjáninn kominn aftur í heimabyggðina á Ölstofunni. Tók skynsamlega ákvörðun um að drífa mig heim um kl. 03 og sá ekki eftir því í dag, þar sem ýmislegt var ógert fyrir ferðalagið.
Rokkstig dagsins fá hommarnir og lespíurnar - njótið dagsins og næturinnar.
Ég er búin að vera í sumarfríi núna í 2 vikur - einmitt þær tvær vikur á þessu ári þar sem mest hefur rignt! Þetta er alveg ekki fyndið lengur og ég ætla bara að skella mér í hitabylgjuna í París til að ná smá sól og almennum kafnheitum!!
Er annars frekar léleg hækja í dag þar sem ég fór hvorki í Gay Pride gönguna né er úti að skemmta mér í kvöld. Sit í rólegheitum heima og er að byrja skipurlagningu á pökkun fyrir ferðalagið. Lenti óvart á mjög skemmtilegu skralli í gær með Ingu megabeib, Kamillu og Ölmu - á meðan hýru vinirnir fóru að njóta útsýnisins á man-only kvöldi á Jóni Forseta. Eitthvað var þó slök stemning þar og fyrr en varði var Kjáninn kominn aftur í heimabyggðina á Ölstofunni. Tók skynsamlega ákvörðun um að drífa mig heim um kl. 03 og sá ekki eftir því í dag, þar sem ýmislegt var ógert fyrir ferðalagið.
Rokkstig dagsins fá hommarnir og lespíurnar - njótið dagsins og næturinnar.
05/08/2004
Allt of mikið að gera!
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.
02/08/2004
Verslunarmannahelgin!
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)