Grill og frönsk súkkulaðikaka!
Í gær tók ofurhjúkkan sig til og hélt margumbeðið hýrt grillpartý. Allir helstu hýru vinir ofurhjúkkunnar komu á svæðið og slegið var upp snilldargrillpartý. Þrátt fyrir slæmt veður lét ofurhjúkkan ekkert stöðva sig og vill þakka nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki hringt á slökkviliðið! Smá reyk insident sem ekkert mál var að bjarga hafði bara góð áhrif á kjötið sem flamberaðist á grillinu. Eftir dýrindis mat og sallöt voru dregin fram syndsamlega góð frönsk súkkulaðikaka, ferks hindber, jarðaber, bláber og sprautu rjómi. Það var hlegið eins og fólk ætti lífið að leysa og undirtónar voru einungis á eina vegu. Svana súper gella og Inga megabeib komu á réttum tíma til þess að njóta eftirréttsins og félagsskaparins. Ofurhjúkkan lofaði öllu fögru um að vaska ekki upp fyrr en í fyrramálið en sveik það auðvitað um leið og allir voru farnir. Það er svo leiðinlegt að vakna upp eftir gott kvöld og þurfa að horfast í augu við líkin og leyfarnar. Að uppvaskinu loknu var One Tree Hill skellt í tækið og loks var skriðið upp í bedda.
29/07/2004
28/07/2004
Stelpudagur dauðans!
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær. Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class. Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun. Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum. En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins. Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd. Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg. Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með. Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin. Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga. Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir. Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær. Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class. Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun. Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum. En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins. Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd. Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg. Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með. Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin. Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga. Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir. Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)
25/07/2004
Sólbrún og sæt í sumarfríi!
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina. Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi. Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar. Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með. Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás. Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum. Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið). Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér. Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið. Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð. Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni. Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina. Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi. Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar. Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með. Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás. Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum. Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið). Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér. Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið. Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð. Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni. Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???
22/07/2004
Það fer alveg að koma!
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni. Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí. Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir. Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París. En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni. Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí. Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir. Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París. En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.
18/07/2004
Í sól og sumaryl
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum. Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum. Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat. Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir. Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum. Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt. Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna. Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum. Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum. Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat. Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir. Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum. Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt. Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna. Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.
12/07/2004
Það er að kvikna í - hvað er að brenna?
Kvöldvaktin í kvöld var alveg einstök, samt einhvern vegin lýsir hún lífi ofurhjúkkunar mjög vel. Jú allt gekk sinn vana gang. Mánudagskvöld og fullt af fólki að bíða þegar vaktin tók við. Þetta fór vel af stað og áður en maður vissi af var komin kvöldmatur. Uppáhaldsmatur ofurhjúkkunar var á boðstólnum - plokkfiskur, rúgbrauð og hindberjasúrmjólk í eftirmat. Þetta er einhver sá besti matur sem maður fær á spítalanum, þannig að ofurhjúkkan lét ekki sitt eftir liggja og borðaði vel - meira að segja auka sneið af rúgbrauðinu. Eftir mat gekk á ýmsu og í miðri meðferð á einni konu heyrist mjög hátt í slökkviliðinu og löggunni. Úff þetta boðar ekki gott hugsaði ofurhjúkkan - hljómar eins og margir séu að koma hingað með reykeitrun eða einhvern fjanda. Ofurhjúkkan bregður sér fram á gang og mætir þar megnri brunalykt!! Bíddu er kviknað í hjá okkur??? Ofurhjúkkan fann annan hjúkrunarfræðing sem var jafn hissa og saman leituðu þeir svara hjá vaktstjóranum. Jú það var víst kviknað í þakinu hjá okkur og slökkviliðsmenn sáust skjótast upp á þak með slöngur. Hvað gerir maður þá?? Best að koma þeim sjúklingum heim sem máttu fara og svo bara chilla - strákarnir í slökkviliðinu eru nú ansi klárir kallar. Sjúklingar voru látnir vita hvað væri að gerast og að mögulega þyrftu þeir að fara út - en allir voða rólegir yfir þessu. Svo slokknaði eldurinn og lífið hélt áfram sinn vana gang. Ofurhjúkkan átti leið fram hjá tölvuborði sem ákvað að fá taugaáfall og detta í sundur og lenda á fætinum á henni - ah þetta var vont! Já það gerist sem sagt ýmislegt á slysadeildinni!
Kvöldvaktin í kvöld var alveg einstök, samt einhvern vegin lýsir hún lífi ofurhjúkkunar mjög vel. Jú allt gekk sinn vana gang. Mánudagskvöld og fullt af fólki að bíða þegar vaktin tók við. Þetta fór vel af stað og áður en maður vissi af var komin kvöldmatur. Uppáhaldsmatur ofurhjúkkunar var á boðstólnum - plokkfiskur, rúgbrauð og hindberjasúrmjólk í eftirmat. Þetta er einhver sá besti matur sem maður fær á spítalanum, þannig að ofurhjúkkan lét ekki sitt eftir liggja og borðaði vel - meira að segja auka sneið af rúgbrauðinu. Eftir mat gekk á ýmsu og í miðri meðferð á einni konu heyrist mjög hátt í slökkviliðinu og löggunni. Úff þetta boðar ekki gott hugsaði ofurhjúkkan - hljómar eins og margir séu að koma hingað með reykeitrun eða einhvern fjanda. Ofurhjúkkan bregður sér fram á gang og mætir þar megnri brunalykt!! Bíddu er kviknað í hjá okkur??? Ofurhjúkkan fann annan hjúkrunarfræðing sem var jafn hissa og saman leituðu þeir svara hjá vaktstjóranum. Jú það var víst kviknað í þakinu hjá okkur og slökkviliðsmenn sáust skjótast upp á þak með slöngur. Hvað gerir maður þá?? Best að koma þeim sjúklingum heim sem máttu fara og svo bara chilla - strákarnir í slökkviliðinu eru nú ansi klárir kallar. Sjúklingar voru látnir vita hvað væri að gerast og að mögulega þyrftu þeir að fara út - en allir voða rólegir yfir þessu. Svo slokknaði eldurinn og lífið hélt áfram sinn vana gang. Ofurhjúkkan átti leið fram hjá tölvuborði sem ákvað að fá taugaáfall og detta í sundur og lenda á fætinum á henni - ah þetta var vont! Já það gerist sem sagt ýmislegt á slysadeildinni!
Sumarfílingur og gleði!
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.
06/07/2004
Iðnaðarmenn!
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?
04/07/2004
Karlmennskukvöld!
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.
02/07/2004
Hvað nú?
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)