Boltinn!
Var að horfa á leik minna manna í Man Utd í gærkvöldi þar sem þeir áttust við Tottenham Hotspurs.  Þeir sem mig þekkja vita sennilega flestir að ég er nú frekar tapsár manneskja og tek því illa þegar mér finnst hallað á aðra en mitt eigið lið.  Í gærkvöldi fór frækinn hópur fólks sem skiptist í tvær fylkingar annars vegar Utd og hins vegar Tottenham að horfa á leikinn.  Ég verð nú reyndar að viðurkenna ósigur minna manna í leiknum enda væri annað óíþróttarmannslegt.  Ef mínir menn hefðu skorað markið sem var ekki dæmt væri ég ekki svona auðmjúk í dag ;) Sem sagt vil ég óska Tottenham mönnum til hamingju með sigurinn í gær og vona að þeir komi ekki til með að nota þetta gegn okkur í rauðu treyjunum ;)
05/01/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli