11/01/2005

Ofurhjúkkan á leið til Afríku!
Í gærkvöldi tókst ofurhjúkkunni að vinnabug á ákvörðunartökuóttanum og bóka sér flugmiða til Malawi í Afríku. Lovísa systir sem vinnur við það að bjarga mannslífum í Malawi óskaði þess svo heitt að hjúkkan kæmi í heimsókn að ekki var annað hægt en að láta undan. Flugið verður tekið til London að morgni 9. feb og svo um kvöldið liggur leiðin til Malawi með stuttu stoppi í Addis Ababa. Svo er það bara að chilla, horfa á fílana og hafa það gott þar til 18. feb að stefnan er tekin heim til íslands. Þetta verður ofboðslega gaman og spenningurinn er heilmikill. Bólusetningar gegn útlendum pestum fara fram á fimmtudaginn næsta og þá verður sárt að vera ég. En sem sagt er ferðahugurinn farinn að láta á sér kræla og stefnir í frábæra ferð.

Engin ummæli: