30/01/2005

Sigur á syndrominu!
Ofurhjúkkan hefur loksins náð að sigrast á hinum illvæga Fríðu-syndromi sem lýsir sér best í alls kyns óhöppun og almennri utangáttun. Þessar síðustu vikur hafa verið einstaklega einkennilegar hjá hjúkkunni og hefur nú varla vitað hvort hún væri að koma eða fara. En nú er öldin önnur og stefnir í prýðilega viku sem endar á atvinnu Superbowl partýi hér á Kambsveginum. Það stefnir í met þátttöku í sturtum-niður-í-hálfleik athöfninni og ekkert nema steming um það að segja. Sunnudagurinn verður mjög magnaður því fyrr um daginn verða tónleikar hjá Kór Langholtskirkju þar sem hjúkkarn brýnir rausn sína að miklu dugnaði. Á dagskránni eru tvö æðisleg verk, þar af annað eftir Hreiðar Inga sem er alveg frábært. Sem sagt allir að mæta á sunnudaginn 6. febrúar í Langholtskirkju!
Tennisæfingin var tekin með trompi í morgun þar sem sjaldséðir íþróttarhæfileikar hjúkkunnar náðu að blómstra. Þjálfarinn bauð upp á lausa velli til æfinga í miðri viku - alltaf laust milli 6 og 10 á morgnana!! Ok í fyrsta lagi þá benti ég honum á að það gengur bara einfaldlega ekki upp í lífi hjúkkunnar söku geðprýði í morgunsárið og í öðru lagi telur hjúkkan það einfaldlega vera brot á mannréttindum að stunda íþróttir fyrir 10 á morgnana.

Engin ummæli: