01/02/2005

Þunglyndur bíll!
Hondukrúttið er að ganga í gegnum erfitt þunglyndi ásamt gífurlegu mislyndi þessa dagana. Tilgátur hafa verið uppi um hvort Hondan haldi að hún sé jeppi og missi sig úr hamingju þegar það snjóar og frystir - en þegar svo leysir leggst litla krúttið í mikla tilvistarkreppu og neitar að fara í gang, nema þegar henni hentar. Svo er mál með vexti þessa dagana og tilfinningar í garð bílsins verða sífelld minni af hálfu hjúkkunnar.
Niðurtalning fyrir Superbowl hittinginn er hafin og fólk farið að mynda sér skoðanir á liðunum sem eru að keppa. Auðvitað heldur hjúkkan með New England Patriots enda mikill föðurlandsvinur. Inga megabeib er með einhverja meinloku og er farin að hvetja Eagles en við sjáum hvað setur á sunnudaginn.
Lítið annað að frétta en áðan sá ég mann labba upp Kambsveginn og á leið sinni týndi hann tómar flöskur og dósir úr runnum nágranna minna. Hvað getur maður sagt annað en að sumir eru bara sérstakir! Vinnan kallar og strætó er raunin þar sem honduhelvítið er í fýlu!

Engin ummæli: