03/02/2005

Hamingjusamur bíll!
Nú hefur Honduhelvítið tekið gleði sína á ný enda kyngir niður snjónum. Eftir tregafull samtöl við bílinn sá hann hag sinn bestan í því að druslast í gang - ellegar hefði næsta stopp hjá honum verið á einhverri bílasölunni. En það er svo sem best að vera ekki með miklar yfirlýsingar þar sem druslan fór í gang einn dag á þunglyndinu og tók svo engan frekar þátt í þessu öllu.
Kóræfingin í gær sló hjúkkuna svo aldeilis út að hún svaf yfir sig í morgun og mætti allt of seint í vinnuna. Þessir dagar þar sem maður sefur yfir sig er maður alltaf einu eða tveimur skrefum á eftir deginum - úff hlakka til að komast aftur heim í sófann.

Engin ummæli: