07/02/2005

SuperBowl hittingurinn og tónleikar!
Mikil stemning var á Kambsveginum í gær þegar hinn árlegi stóríþróttar atburður átti sér stað. Menn skiptust nokkuð ójafnt í fylkingar og þeir sem héldu að það væri eitthvað fallegt við það að halda með undirmanganum geta bara bitið í það súra epli. Svana, Höskuldur og hjúkkan voru þau einu sem sáu ljósið allan tíman enda skilaði okkar maður Tom Brady sínu og Patriots unnu leikinn. Gestirnir hurfu til síns heima um kl. 3:30 og þá tók svefninn við sem var svo rofinn í morgun af sjúkraþjálfaranum sem átti lausan tíma í lengingu.
Hápunktur dagsins í gær voru samt tónleikar Kórs Langholtskirkju og flutningurinn á Requiem eftir Hreiðar Inga. Þvílíkar tilfinningar sem voru í salnum og það hefur sjaldan reynt jafn mikið á mann að grenja ekki yfir verki þegar maður er að syngja það á tónleikum. Enda var Hreiðar Ingi hylltur mikið í lok og átti það fullkomlega skilið. Hann fær rokkstig dagsins!
Nú heldur undirbúningur fyrir Malawi ferðina áfram enda bara tveir dagar til stefnu.

Engin ummæli: