20/02/2005

Komin aftur í raunveruleikann!
Þá er hjúkkan komin aftur heim í raunveruleikann sem tók á móti henni með köldum blæstri og rigningu í Keflavík. Vélin lenti kl. 16:15 og mikið lá á að koma hjúkkunni heim enda þurfti hún að mæta í afmæli/brúðkaup sem hófst kl. 18. Allt tókst þetta á undraverðan hátt meira að segja með stuttu stoppi í tollinum. Jú jú ofurhjúkkan var aðeins utan við sig í fríhöfninni og keypti of mikið af tollskyldum varningi - en ljúfur starfsmaður tollsins skyldi þetta allt enda útskýrði hjúkkan fyrir honum að þetta var fyrir algjöran misskilning. Hún borgaði glöð tollinn af aukaflöskunni og hélt sem leið lá til Reykjavíkur. Þar sem ofurhjúkkan ber nafn með rentu var hún auðvitað búin að opna töskurnar, hlaða úr myndavélinni, klæða sig og sjæna fyrir veisluna á mettíma.
Veisluhöldin héldu svo áfram í dag þar sem litli fullkomni frændi hjúkkunnar hélt upp á 2ja ára afmælið sitt. Auðvitað koma hjúkkan með stóran og flottan pakka handa litla kútnum sem var hinn kátasti með gjöfina. Kvöldið er svo tekið í afslöppun og undirbúning fyrir námskeið sem hjúkkan situr alla næstu viku. Gleði fréttir helgarinnar eru auðvitað þær að Chelsea er dottið úr bikarnum og Arsenal gerði jafntefli - en mínir menn sigruðu með glæsibrag. Það er bara eitt að lokum Áfram Man Utd!!

Engin ummæli: