Strönduð eyja!
Dagurinn í gær fór í algjöra afslöppun enda voru ofurhjúkkan og ofurlæknirinn eitthvað slappar. Hjúkkan hafði ná sér í smá Malawi express og eyddi því talsverðum tíma á salerninu. En allt er gott sem endar vel og þessi hraðlest virðist vera farin framhjá. Systurnar fengu sér góðan göngutúr eftir strandlengjunni hér og létum þar við sitja hvað hreyfingu varðaði þann daginn. Fórum loks í kvöldmat til hjóna sem eru frá Zimbabve en búa hér í Monkey Bay. Í morgun blasti svo við nokkuð sérstök sjón við strandlengjuna. Nokkrum húsum fyrir neðan okkur strandaði eyja!!!! Já þetta er svona ísjaka vandamál í Afríku - þar sem stór hluti af eyju mest megnis gras og votlendi rifnar burt og strandar svo loks á nýjum stað. En þessar eyjur eru ekki vinsælar því þær taka landfestu á þessum nýja stað og valda leiðindum. Í dag á sem sagt að reyna að draga eyjuna aftur á flot og koma henni fyrir á öðrum stað. Veit ekki hvort við náum að sjá þetta gerast en ég vonast til þess.
Annars er stefnan tekin til Lilongwe á morgun þar sem bráðum líður að heimkomu hjúkkunnar. Í kvöld verður þjóðlegur Malawiskur matur á boðstólnum með tilheyrandi maísbúðingi og meðlæti. Þetta er mjög sérstakt allt saman.
16/02/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli