Liwonde og Zomba!
Helgin fór í alveg hreint frábæra ferð til Liwonde þjóðgarðinn og enduðum svo á luxus hóteli í Ku Chawve sem er í Zomba. Í Liwonde var gist í skálum við vatn þar sem flóðhestarnir busluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Farið var í tvenns konar safari - annars vegar Game Drive sem var ökuferð um þjóðgarðinn í opnum jeppa og svo var farið á bát eftir ánni Shire og flóðhestarnir skoðaðir í ræmur. Lentum meira að segja í smá umferðaróhappi þegar við sigldum á einn flóðhestinn sem var að lura í kafi - hann var illa fúll og gaf skít í þessa ömurlegu túrista sem voru að trufla hann. Eftir að horfa á endalaust magn af dýrum vorum við orðnar þreyttar og skítugar og drifum okkur á luxus hótelið Le Meridien í Ku Chawe sem er í Zomba. Þar létum við þreytuna líða úr okkur á meðan við horfðum á Man City vs. Man Utd sem var í sjónvarpinu og teiguðum kalda drykki. Svo keyrðum við heim í dag með viðkomu á nokkrum mörkuðum og á sjúkrahúsinu í Mangoche (held að það sé skrifað svona). Fólk sem kvartar undan biðstofu og biðtíma á Íslandi ættu að sjá aðstæðurnar á þessum stað.
Eftir heimkomuna tókum við netta klukkustund í kraftgöngu um Monkey Bay þorpið og erum orðnar voða fitt og flottar. Á morgun er stefnan tekin á siglingu á Lake Malawi og meiri afslöppun. Enn sem komið er hjúkkan orðin afslöppuð og líður alveg frábærlega hér í Afríkunni.
14/02/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli