Monkey Bay Malawi!
Jæja þá er hjúkkan komin með fast land undir fót eftir svakalegustu flugtíma sem hjúkkan hefur náð í gegnum tíðina. Allt flugið gekk vel fyrir utan einn sem varð svolítið fullur og æstur á leiðinni til Addis Ababa og ætlaði út úr flugvélinni. Hjúkkan hugsaði augnarblik um endalok lífs síns en svo náði Imovane víman yfirtökum og hún hélt áfram að sofa. Hjúkkan getur nú sagt stolt að hafa hjúkrað í háloftum. Einn farþegi veiktist um borð í vélinni og var því kallað eftir aðstoð hjúkrunarfræðings eða læknis ef einhverjir slíkir væru um borð. Hjúkkan var sú eina sem gaf sig fram og sjúklingurinn var nú ekki neitt alvarlega veikur - bara með flensu. Að hjúkruninni lokinni lagðist hjúkkan til svefns og svaf til Afríku.
Lovísa systir mætti svo galvösk á flugvöllinn í Lilongwe og tók á móti litlu systur. Kvöldið fór í öldrykkju og afslöppun og í dag fórum við svo til Cape Maclear í sólbað og skoðuðum markaðinn. Það vekur mikla athygli hér í Malawi þegar tvær hvítar konur birtast á bíl sem merktur er Iceida sem er merki Þróunarsamvinnustofnunar. Hvar vetna viknar fólk okkur og á markaðunum ætluðu innfættir næstum að éta okkur lifandi. En eftir smá shopping drifum við okkur heim og verðum með grillveislu í kvöld fyrir hina íslensku fjölskylduna hér í Monkey Bay. Helgin fer í ferð til Liwonde sem er þjóðgarður hér í Malawi og svo ætlum við til Zomba sem er líka í Malawi. Frekar fréttir af ferðlögum eftir helgi.
11/02/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli