04/02/2005

Allt að bresta á!
Það fer allt að bresta á í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir nokkuð upptekna viku er stefnan tekin á enn uppteknari helgi þar sem markmið hjúkkunnar er að sem flestir fái að njóta samvistar með henni. Í kvöld eru það hjúkkurnar, annað kvöld eru það beibin og svo á sunnudagskvöldið er það svo hinn árlegi Superbowl Sunday!! Þess á milli er planið að renna í svona eins og eina tónleika og auðvitað má ekki gleyma tennisæfingunni. Svo eru ekki nema 5 dagar þar til hjúkkan leggur land undir fót og skellir sér til Malawi í Afríku. Flugmiðinn er búinn að skila sér og nú er það bara að fara að gera lista yfir hluti sem maður ætlar að taka með sér. Hjúkkan verður bara þreytt við upptalninguna á því sem eftir er að gera þannig að nú ætlar hún að fá sér blund.

Engin ummæli: