Koffínvíma!
Þegar þetta er skrifað ef ofurhjúkkan undir áhrifum of mikillar koffínneyslu á allt of skömmum tíma. Málið er að vaktin byrjaði rólega um hálf fjögur leytið í gærkvöldi og allt var bara svona líka ánægjulegt. Pínu þreyta í skrokknum eftir fimmtugs afmæli kvöldið áður en það stöðvar lítið tennis ástundunina þannig að gellan var mætt í tennis kl. 11:30 í morgun. Svo tók við bakaríið og smá blundur fyrir kvöldvaktina. Um miðja vakt kom í ljós skortur á mönnun á næturvaktinni og var hjúkkan svo blinduð af eigin verðleikum að það var auðvitað ekkert mál að vera áfram til morguns. Þetta gekk vel framan af en svo tók þreytan sinn toll og nokkrar ferðir voru gerðar að kaffivélinni á kaffistofunni. Yfirleitt er þar boðið upp á ódrekkanlegan andskota en í þetta skiptið var blandan bara ansi góð. Þetta varð til þess að 4 bollar voru teknir á hálftíma og nú situr hjúkkan og nötrar í koffínvímu. En nú er farið að glitta í lokin á vaktinni og sængin farin að færast manni nær. Svo er bara spurningin hvort maður nái að vinna úr koffíninu áður en beddinn kallar.
10/01/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli