Morgungleði!
Þeir sem einu sinni hafa hitt ofurhjúkkuna snemma morguns og þá sérlega fyrir morgunmat vita flestir að besta leiðin til þess að nálgast hjúkkuna er að fara varlega að henni. Ekki það að maður sé eitthvað morgunfúll en þá fáu daga sem hjúkkan þarf að hefja störf kl. 07:30 ber að nálgast hana með mikilli varúð og varfærni. Morguninn í morgun var einn af þessum dögum og sem vitni (sjá frásögn af hlunkinu) byrjaði dagurinn ekkert sérlega vel. Þrátt fyrir hrakfarir á leið sinni til vinnu var hjúkkan búin að ákveða að láta þetta verða góðan dag með öllu tilheyrandi. Hún bauð öllum blíðlega góðan daginn sem voru komnir til vinnu og óskaði næturvaktinni góðs svefns. Eftir góðan morgunfund lá leið hjúkkunnar inn í eldhús til að fá sér smá morgunverð. Rúnstykkið var smurt af mikilli snilld, annar helmingurinn með osti, smurosti og gúrkum og hinn með lifrarkæfu. Kakómaltið var dregið fram og allt var þetta lagt á borðið beint fyrir framan morgunblaðið sem hjúkkan hafði stillt upp til að lesa með morgunmatnum. Hún rétt brá sér til hliðar að sækja mjólk í kakómaltið og þegar hún var við að setjast kemur aðsvífandi samstarsfkona hennar. Allir vinir og hjúkkunni farið að hlakka til að eiga góða morgunstund. NEMA HVAÐ haldið þið ekki að samstarfskonan hafi ekki bara snarað til sín blaðinu og byrjað að lesa það eins og þetta væri sjálfsagðasti hlutur í heimi!!!!! Aumingjans hjúkkan kunni ekki við að tjá sig um málið heldur luraði og nartaði í rúnstykkið þar til hin konan hafði lokið lestri sínum. Þá var öll stemningin horfin og momentið algjörlega ónýtt. En hjúkkan er hugulsöm og hjartahlý og lét þetta ekki skemma fyrir sér daginn.
19/01/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli