Ofurhjúkka í lengingu!
Það er margt sem drífur á daga ofurhjúkkunnar og sífellt verður hún sér um nýjar upplifanir. Dagurinn í dag var engin undantekning í þessu máli. Eftir dágóðan sprett á slysadeildinni lá leiðin til sjúkraþjálfarans sem er að rembast við að koma bakinu í samt lag. Ég er reyndar komin á þá skoðun með þann annars ágæta mann að Man Utd aðdáendur eru fólk sem örðum þykir gaman að pína og pinta. En sem sagt eftir mikið hnoð og hamagang ákvað maðurinn að prófa nýjan meðferð á bakdruslunni sem virðist ekki vera að svara hinni meðferðinni nægilega vel. Hjúkkan var látin leggjast á bekk þar sem hún var óluð niður yfir bringu og mjaðmir og svo hófst eitthvað alveg nýtt. Jú bekkurinn fór að færast í sundur þannig að neðri hluti líkamans togaðist frá efri hluta líkamans. Þetta er mjög einkennilegt en auðvitað bað ég manninn um að bæta á mig nokkrum centimetrum - maður vill nú ná 1.70m á hæð ;) Sem sagt eftir nokkrar svona meðferðir verður ofurhjúkkan orðin hávaxin og grönn :)
En hvað knattspyrnuna snertir verð ég að segja að bakið er orðið breytt eftir síðustu helgi og þær baunir sem maður þarf að þola frá samstarfsfólki sínu. Jú jú Man Utd gerði jafntefli við Exeter (lið sem engin veit hvaðan kemur) - en það var bara til að varpa ljósi á það lið. Við neglum þá í næstu umferð.
12/01/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli