19/01/2005

Hlunkaðist á rassinn!
Þessi fáu orð lýsa mjög vel þeirri atburðarrás er átti sér stað í strætisvagnaskýlinu í morgun. Jú eins og sannri ofurhjúkkur ber þá lá leiðin í vinnuna með Leið 5 í morgun. Kl. 07:10 skreið hjúkkan út af heimili sínu og dreif sig sem fætur toguðu upp á stoppistöð. Allt lék í lyndi og hjúkkan hafði góðan tíma þar til vagninn átti að koma. Gerðust á svakalegir atburðir - hún steig inn í skýlið og hlunkaðist svo beint á rassinn. Hálkan hafði betur og eftir lá hjúkkan bjargarlaus á svellinu - með illt í mjöðminni, báðum höndum og baki. En það var að duga eða drepast og drífa sig á fætur til að halda kúlinu. Sem betur fer var engin vitni af þessu hlunki og hjúkkan gat stolt stigið upp í Leið 5 og komið sér í vinnuna.

Engin ummæli: