16/01/2005

Ofboðslega þurr!
Ofurhjúkkan tók á honum stóra sínum í gær og fór í snyrtivöruverslun. Þessar verslanir hræða úr manni líftóruna og afgreiðslukonur í svona búðum geta verið stórhættulegar. Um leið og maður kemur inn í svona verslun byrja þær að sveima í kringum mann og ef maður hefur ekki fullkomlega á hreinu hvað manni vantar getur allt farið í tómt tjón. Eftir að hafa farið yfir það í huga hvaða nauðsynjar vantaði fór ég með fullan huga af kjarki inn í verslunina. Þetta gekk vel ég fann afgreiðslukonu og rúllaði út úr mér hvað það væri sem við vantaði. Hluti af því sem vantaði var andlitskrem. Þetta er eitthvað sem maður kaupir á svona 3ja ára fresti og heldur sig jú yfirleitt við saman sullið. Nei afgreiðslukonan hélt nú ekki - hún leit snökkt framan í mig og horfði um stund. Loks sagði hún "þú ert alveg ofboðslega þurr í húðinni - ertu dugleg að nota krem og aðrar vörur"... Nú kom fát á ofurhjúkkuna sem er einfaldlega ekki sú duglegasta í bransanum í þessum málum. Afgreiðslukonan var búin að missa alla trú á þessum kúnna og gerði sitt besta til að koma að manni alls konar möskum, kremum, hreinsimjólkum og þess háttar bulli. En ofurhjúkkan stóð föst á sínu og komst út með einungis það sem hún ætlaði sér að kaupa. Glöð og ánægð í hjarta gekk hún út úr Kringlunni vitandi að nú þarf ekki að heimsækja snyrtivöruverslun aftur næstu 3 árin.

Engin ummæli: