Hálfaumingjaleg!
Hjúkkan er eitthvað hálf aumingjaleg í dag, þar sem hún situr í móttökunni í vinnunni og þakkar öllum þeim sem ekki þurfa að leita sér astoðar á slysadeildina. Hún er þreytt eftir að hafa verið allt of lengi úti í gærkvöldi, og veit að hún getur engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Henni er illt í bakinu - þar skrifast á sjúkraþjálfarann sem var að hjakkast á grindinni í gær við lítinn fögnuð viðstaddra. Eitthvað fóru dansæfingar helgarinnar og ísskápsburðurinn illa í grindina á hjúkkunni og hún þurfti því að fá smá aðstoð frá sjúkraþjálfaranum sem er hið besta skinn. Nema hvað það sem hjúkkan var búin að skammast sín fyrir að vera fífl og dansa eins og fífl og lyfta ísskáp eins og fífl og fá þ.a.l. í bakið eins og fífl þá spurði nú sjúkraþjálfarinn af hverju í ósköpunum hjúkkan væri að standa í þessu ein - hvað væri maðurinn hennar eiginlega að gera?? Hún gaf upp hjúskaparstöðu sína og benti sjúkraþjálfaranum á það að í ljósi stöðunnar væri bara enginn annar til að gera þessa hluti. Þá brá sjúkraþjálfarinn á það ráð að segja bara hjúkkunni að auglýsa eftir manni!!! Og viti menn hann var meira að segja fljótlega kominn með þessa fínu auglýsingu fyrir hjúkkuna, og lofaði að auglýsingin myndi bera árangur :) Já það eru greinilega margir farnir að hafa áhyggjur af hjúskaparstöðu hjúkkunnar sem er hin ánægðasta.
30/03/2006
28/03/2006
Viðburðarík helgi!
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.
23/03/2006
AAARRRRGGGHHHH! Upptök lyktarinnar fundin!!!!!!!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!
22/03/2006
Eitthvað að rotna?
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.
17/03/2006
Heima lasin!!
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.
12/03/2006
Fyrstu tennismeiðslin!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!
Glamúr 2006!
Þema árshátíðarinnar var Glamúr 2006 og var það svo sannarlega vel til fundið. Allir skörtuðu sínu fallegasta og maturinn alveg hreint yndislegur. Mikið var tjúttjað, trallað, drukkið og dansað enda var hjúkkan sárfætt daginn eftir! Einn deildarlæknir liggur þó í valnum, gjörsamlega farinn í bakinu eftir þvílíkar danssveiflu með tilheyrandi dýfum á hjúkkunni. Hún hélt óstöðvandi áfram en greyið Jakob var alveg frá. Allt í einu var ballið búið og leiðin lá í eftirpartý hjá Bergi og Maríu í Nóatúninu. Þar var fjöldinn af fólki saman komið og djammið hélt áfram. Undir morgun sá hjúkkan sér til mikillar hamingju að hún var í næsta húsi við soninn og skrölti því yfir í Stangarholtið þar sem hennar beið óvæntur Hlölli, stuttermabolur, tannbursti og sæng. Það er svo magnað hvað maður getur verið fallegur eina kvöldstund og jafn ósjarmerandi þegar maður vaknar daginn eftir. Hjúkkan hafði nú munað eftir því að þrífa af sér stríðsmálninguna og taka spennurnar úr hárinu - en vá hvað það var lítið um fegurð morguninn eftir. Til að gera lúkkið en verra hjá manni þarf maður að fara aftur í sama kjólinn og háu hælana og koma sér heim. Hjúkkan þakkaði öllum þeim æðri máttarvöldum sem til eru að hafa ekki hitt neinn á leiðinni í bílinn sinn og svo á leið sinni yfir bílastæðið við húsið sitt. Hún komst nokkuð óséð heim í sturtu, afslöppunarfötin og feitt stefnumót við sófann. Kvöldið fór í að horfa á Russel Crowe bjarga Róm á meðan úti snjóaði og stemningin minnti einna helst á góðan göngutúr í Heiðmörkinni með kaldar hendur og kaldan og blautan nebba.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný, formúlan í sjónvarpinu og tennis á næsta leyti.
Þema árshátíðarinnar var Glamúr 2006 og var það svo sannarlega vel til fundið. Allir skörtuðu sínu fallegasta og maturinn alveg hreint yndislegur. Mikið var tjúttjað, trallað, drukkið og dansað enda var hjúkkan sárfætt daginn eftir! Einn deildarlæknir liggur þó í valnum, gjörsamlega farinn í bakinu eftir þvílíkar danssveiflu með tilheyrandi dýfum á hjúkkunni. Hún hélt óstöðvandi áfram en greyið Jakob var alveg frá. Allt í einu var ballið búið og leiðin lá í eftirpartý hjá Bergi og Maríu í Nóatúninu. Þar var fjöldinn af fólki saman komið og djammið hélt áfram. Undir morgun sá hjúkkan sér til mikillar hamingju að hún var í næsta húsi við soninn og skrölti því yfir í Stangarholtið þar sem hennar beið óvæntur Hlölli, stuttermabolur, tannbursti og sæng. Það er svo magnað hvað maður getur verið fallegur eina kvöldstund og jafn ósjarmerandi þegar maður vaknar daginn eftir. Hjúkkan hafði nú munað eftir því að þrífa af sér stríðsmálninguna og taka spennurnar úr hárinu - en vá hvað það var lítið um fegurð morguninn eftir. Til að gera lúkkið en verra hjá manni þarf maður að fara aftur í sama kjólinn og háu hælana og koma sér heim. Hjúkkan þakkaði öllum þeim æðri máttarvöldum sem til eru að hafa ekki hitt neinn á leiðinni í bílinn sinn og svo á leið sinni yfir bílastæðið við húsið sitt. Hún komst nokkuð óséð heim í sturtu, afslöppunarfötin og feitt stefnumót við sófann. Kvöldið fór í að horfa á Russel Crowe bjarga Róm á meðan úti snjóaði og stemningin minnti einna helst á góðan göngutúr í Heiðmörkinni með kaldar hendur og kaldan og blautan nebba.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný, formúlan í sjónvarpinu og tennis á næsta leyti.
07/03/2006
Hvernær er maður hégómafullur!
Hjúkkan er að undirbúa árshátíð á vinnustaðunum og hefur auðvitað sótt nokkrar fegrunaraðgerðir sjálf. Í kvöld sat hún heima við krosssauminn sinn og fór að hugsa um hégóma hjá fólki, þá aðallega kvenfólki. Konur vilja vera plokkaðar og litaðar, strýpaðar og klipptar og að flestu leyti hárlausar þegar kemur að svona skemmtunum en svo rann það allt í einu upp fyrir hjúkkunni að þetta er alls ekki bundið við neinar skemmtanir. Konur eru sífellt að afsaka sig á slysadeildinni ef þær eru með órakaða fótleggi, ekki í nógu hreinum sokkum eða jafnvel sveittar - þó svo að þær hafi komið með sjúkrabíl beint af íþróttaræfingunni. Já og hjúkkan veit að hún er alls ekkert betri í þessum málum en þessar konur. Hún rankaði allt í einu við sér í saumnum, stökk af stað inn á baðherbergi því hún uppgötvaði það að hún var ekki búin að raka á sér fótleggina. Ok nú hugsa margir örugglega - er ekki árshátíðin á föstudag og nægur tími til stefnu?? Jú jú en í morgun fékk hún skyndilega upphringingu frá sjúkraþjálfaranum sem var að flýta tímanum hennar. Hjúkkan átti ekki að mæta fyrr en á mánudaginn en sjúkraþjálfaranum fannst það ómögulegt og gaf henni tíma í fyrramálið. Hjúkkan var ekkert nema hamingjusöm með sjúkraþjálfarann og hugsaði með sér að þetta væri nú alveg einstök þjónusta hjá manninum. NEMA HVAÐ þar sem hjúkkan sat á sófanum að sauma út fattaði hún það allt í einu að hún væri sem sagt að fara í sjúkraþjálfun í fyrramálið og væri ekki búin að raka á sér lappirnar!!!! Já hjúkkan dreif sig í fegrunarsturtu og hárin voru látin fjúka eins og andfúl kærasta. Eftir sturtuna fór hjúkkan að hugsa um eigin hegðan og komst að því að hún er alveg jafn hégómafull og allar hinar konurnar!! En glöð í hjarta fer hún með silkimjúka fætur í sjúkraþjálfun í fyrramálið!!!
Hjúkkan er að undirbúa árshátíð á vinnustaðunum og hefur auðvitað sótt nokkrar fegrunaraðgerðir sjálf. Í kvöld sat hún heima við krosssauminn sinn og fór að hugsa um hégóma hjá fólki, þá aðallega kvenfólki. Konur vilja vera plokkaðar og litaðar, strýpaðar og klipptar og að flestu leyti hárlausar þegar kemur að svona skemmtunum en svo rann það allt í einu upp fyrir hjúkkunni að þetta er alls ekki bundið við neinar skemmtanir. Konur eru sífellt að afsaka sig á slysadeildinni ef þær eru með órakaða fótleggi, ekki í nógu hreinum sokkum eða jafnvel sveittar - þó svo að þær hafi komið með sjúkrabíl beint af íþróttaræfingunni. Já og hjúkkan veit að hún er alls ekkert betri í þessum málum en þessar konur. Hún rankaði allt í einu við sér í saumnum, stökk af stað inn á baðherbergi því hún uppgötvaði það að hún var ekki búin að raka á sér fótleggina. Ok nú hugsa margir örugglega - er ekki árshátíðin á föstudag og nægur tími til stefnu?? Jú jú en í morgun fékk hún skyndilega upphringingu frá sjúkraþjálfaranum sem var að flýta tímanum hennar. Hjúkkan átti ekki að mæta fyrr en á mánudaginn en sjúkraþjálfaranum fannst það ómögulegt og gaf henni tíma í fyrramálið. Hjúkkan var ekkert nema hamingjusöm með sjúkraþjálfarann og hugsaði með sér að þetta væri nú alveg einstök þjónusta hjá manninum. NEMA HVAÐ þar sem hjúkkan sat á sófanum að sauma út fattaði hún það allt í einu að hún væri sem sagt að fara í sjúkraþjálfun í fyrramálið og væri ekki búin að raka á sér lappirnar!!!! Já hjúkkan dreif sig í fegrunarsturtu og hárin voru látin fjúka eins og andfúl kærasta. Eftir sturtuna fór hjúkkan að hugsa um eigin hegðan og komst að því að hún er alveg jafn hégómafull og allar hinar konurnar!! En glöð í hjarta fer hún með silkimjúka fætur í sjúkraþjálfun í fyrramálið!!!
06/03/2006
Hið ljúfa líf!
Á fimmtudaginn hugsaði hjúkkan glöð í hjarta sér til helgarinnar - hún ætlaði sko að hafa það gott í helgarfríinu sem byrjaði kl. 16 á föstudaginn. En eins og svo oft áður fór helgarfríið í aukavaktir á laugardag og sunnudag þannig að lítið varð úr hvíldinni og afslöppuninni. Hjúkkan skrapp nú aðeins með stelpunum á föstudagskvöldið og úr varð hins besta skemmtun. Það má eiginlega flokka þetta sem laaannngt trúnó þar sem tangodrottningin og súperkvendið fóru á kostum í mannlegri uppbyggingu. Nú er nokkuð þétt vika framundan með fundum, vöktum, kóræfingum, saumaklúbb og loks árshátíð á föstudag og einhvers staðar þarf hjúkkan að reyna að komast í plokkun og litun. Markimiðin voru mjög háleit í síðustu viku varðandi fegrunaraðgerðir en þar sem tíminn er nokkuð naumur hjá hjúkkunni er málið að forgangsraða - meira að segja í fegrunaraðgerðunum.
Svo virðist sem alls konar erlendar bankastofnanir haldi að hjúkkan eigi svaðalega mikinn pening enda er barist um viðskiptin við hana. Um daginn hringdi "svissneskur banki" í hana og bauð henni þvílík tilboð ef hún bara gæfi þeim reikningsnúmerið sitt og á föstudaginn hringdi "banki í Costa Rica" í hana með álíka gylliboð. En þar sem hjúkkan er bara sátt við sinn banka sagði hún þessu annars ágæta fólki að hún hefði engan áhuga á að eiga viðskipti við þá. Reyndar sagðist Costa Rica bankinn hafa fundið símanúmer hjúkkunnar á "the yellow pages" - veit ekki alveg undir hvaða flokki það hefur verið. Kannski er kominn nýr flokkur á gulusíðurnar sem gæti heitið - ErtufíflégvaraðborgaföstugreiðslunahjáLÍN - því hjúkkan er auðvitað mjög sannfærð um staðfestu og traust þessarra erlendu bankastofnanna!
Á fimmtudaginn hugsaði hjúkkan glöð í hjarta sér til helgarinnar - hún ætlaði sko að hafa það gott í helgarfríinu sem byrjaði kl. 16 á föstudaginn. En eins og svo oft áður fór helgarfríið í aukavaktir á laugardag og sunnudag þannig að lítið varð úr hvíldinni og afslöppuninni. Hjúkkan skrapp nú aðeins með stelpunum á föstudagskvöldið og úr varð hins besta skemmtun. Það má eiginlega flokka þetta sem laaannngt trúnó þar sem tangodrottningin og súperkvendið fóru á kostum í mannlegri uppbyggingu. Nú er nokkuð þétt vika framundan með fundum, vöktum, kóræfingum, saumaklúbb og loks árshátíð á föstudag og einhvers staðar þarf hjúkkan að reyna að komast í plokkun og litun. Markimiðin voru mjög háleit í síðustu viku varðandi fegrunaraðgerðir en þar sem tíminn er nokkuð naumur hjá hjúkkunni er málið að forgangsraða - meira að segja í fegrunaraðgerðunum.
Svo virðist sem alls konar erlendar bankastofnanir haldi að hjúkkan eigi svaðalega mikinn pening enda er barist um viðskiptin við hana. Um daginn hringdi "svissneskur banki" í hana og bauð henni þvílík tilboð ef hún bara gæfi þeim reikningsnúmerið sitt og á föstudaginn hringdi "banki í Costa Rica" í hana með álíka gylliboð. En þar sem hjúkkan er bara sátt við sinn banka sagði hún þessu annars ágæta fólki að hún hefði engan áhuga á að eiga viðskipti við þá. Reyndar sagðist Costa Rica bankinn hafa fundið símanúmer hjúkkunnar á "the yellow pages" - veit ekki alveg undir hvaða flokki það hefur verið. Kannski er kominn nýr flokkur á gulusíðurnar sem gæti heitið - ErtufíflégvaraðborgaföstugreiðslunahjáLÍN - því hjúkkan er auðvitað mjög sannfærð um staðfestu og traust þessarra erlendu bankastofnanna!
01/03/2006
Working hard for the money!
Já hjúkkan er í mestu makindum að vinna þessa dagana eins og vanalega. Hún hefur aðallega dvalið á slysadeildinni, milli þess sem hún fer heim að sofa. Sem betur fer er helgin framundan og þegar búið að bóka hjúkkuna í kaldan á föstudaginn ásamt tangodrottningunni og kannski fleirum. Annars er lítið að frétta úr Dofranum, ekki er enn búið að fjárfesta í borvél enda eru skiptar skoðanir manna um borunarhæfni hjúkkunnar og það hvort hún ætti yfir höfuð að eiga svona tæki. Hver veit nema hinn óþekki eigi borvél og kunni að nota hana??
Árshátíðin er eftir 10 daga og kominn tími á alls konar hárlitanir, klippingar og háreyðingar með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Karlmenn eru ótrúlega heppnir hvað þetta varða - þeir þurfa einungis að muna eftir því að fara í sturtu, raka sig í andlitinu og smella á sig smá rakspýra. Á meðan þurfa konurnar að fara í plokkun og litun, klippingu og strýpur, vax eða tætingu að ógleymdum vatnslosandi matarkúr til að líta vel út í kjólnum!!! Hvers vegna erum við að þessu öllu síðan - það man enginn í hvaða kjól þú varst milli ára, hvernig klippingin var eða þá heldur förðunin!!!! En hvað gerir maður ekki til þess að trúa því að maður líti vel út. Búið er að ákveða kjólinn og allt er á réttri leið.
Já hjúkkan er í mestu makindum að vinna þessa dagana eins og vanalega. Hún hefur aðallega dvalið á slysadeildinni, milli þess sem hún fer heim að sofa. Sem betur fer er helgin framundan og þegar búið að bóka hjúkkuna í kaldan á föstudaginn ásamt tangodrottningunni og kannski fleirum. Annars er lítið að frétta úr Dofranum, ekki er enn búið að fjárfesta í borvél enda eru skiptar skoðanir manna um borunarhæfni hjúkkunnar og það hvort hún ætti yfir höfuð að eiga svona tæki. Hver veit nema hinn óþekki eigi borvél og kunni að nota hana??
Árshátíðin er eftir 10 daga og kominn tími á alls konar hárlitanir, klippingar og háreyðingar með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Karlmenn eru ótrúlega heppnir hvað þetta varða - þeir þurfa einungis að muna eftir því að fara í sturtu, raka sig í andlitinu og smella á sig smá rakspýra. Á meðan þurfa konurnar að fara í plokkun og litun, klippingu og strýpur, vax eða tætingu að ógleymdum vatnslosandi matarkúr til að líta vel út í kjólnum!!! Hvers vegna erum við að þessu öllu síðan - það man enginn í hvaða kjól þú varst milli ára, hvernig klippingin var eða þá heldur förðunin!!!! En hvað gerir maður ekki til þess að trúa því að maður líti vel út. Búið er að ákveða kjólinn og allt er á réttri leið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)