Valtað yfir hjúkkuna!
Svo virðist sem alþjóðlegi "völtum - yfir - hjúkkuna" dagur hafi verið haldinn hátíðlegur í gær. Hvert sem hjúkkan fór eða hvað sem hjúkkan gerðist, virtist alltaf einhver vera með í þessum hátíðarhöldum. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkur stuðningssímtöl frá vini hefði dagurinn endanlega farið í súginn. Það er alveg magnað hvað sumir dagar geta verið ömurlegir og þá er bara eins gott að reyna að muna að það kemur nýr dagur eftir þennan dag - og litlar líkur á því að hann verði eins ömurlegur. Jú sú varð reyndin að hálfuleyti alla vega með daginn í dag. Aðeins betri en gærdagurinn en samt nokkrir hlutir sem komu hjúkkunni einstaklega á óvart. Ef maður mætir þreyttur og ekki uppstrílaður í vinnuna finnst fólkið það hafa ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig við mann um ástandið. Hjúkkan mætti til vinnu kl. 10 og um klukkan 10.30 voru sennilega flestir á vaktinni búnir að spyrja hjúkkuna hvort hún væri lasin, því jú hún liti svo illa út!!! Af því að það líta alltaf allir vel út????? Já þetta finnst hjúkkunni stórmerkileg hegðun hjá fólki og illskiljanleg að mati hennar.
30/05/2006
27/05/2006
Kosningatækni!
Hjúkkan fór í afmæli í gær hjá syninum og skemmti sér mjög vel. Eftir afmælið lá leiðin á Oliver og þar fékk hjúkkan einhverja þá einkennilegustu viðreynslu spurningu sem hún hefur á ævi sinni heyrt. Þessi spurning var svo óeðlileg að hjúkkan getur ekki einu sinni sett hana fram á þessari síðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um árangur þessa manns gagnvart hjúkkunni sem setti upp mjög ákveðinn svip! Hjúkkan ætlaði að labba heim enda var veður gott - þar til hún uppgötvaði að hún býr í Hafnarfirði og það væri nú nokkuð góður spölur að ganga á 7cm háum hælum. Því fann hún sér leigubíl og skilaði sér heil heim í sófa og mörgæsir.
Í dag dreif hjúkkan sig á kjörstað og gerði tilraun til að kjósa í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Í síðustu tveimur kosningum hefur hjúkkan kosið utan kjörfundar og því bara fengið stimpil með flokks-bókstafnum og málið leyst. En í dag var henni réttur bleikur kjörseðill með fullt af kössum og nöfnum fólks á. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var einfaldlega krísan milli þess hvort átti að setja x við listabókstafinn eða gera hring utan um hann!!! Já einfaldir hlutir geta flækst ótrúlega fyrir hjúkkunni. Hún stakk því nefi sínu út úr kjörklefanum, brosti ljóshært og spurði góða fólkið við kjörborðið hvernig hún ætti að bera sig að. Þau brostu góðlátlega á móti og sögðu hjúkkunni að gera x við listabókstafinn. Ætli þau hafi ekki líka hugsað sér hversu ótrúlega vitlaus þessa gella væri - kann ekki einu sinni að kjósa!!!! En atkvæðið er komið og nú er í gangi sumarhreingerning Dofrans. Í henni fellst að taka til í eldhúsinu, moppa gólfin og horfa svo aðeins meira á sjónvarpið.
Hjúkkan fór í afmæli í gær hjá syninum og skemmti sér mjög vel. Eftir afmælið lá leiðin á Oliver og þar fékk hjúkkan einhverja þá einkennilegustu viðreynslu spurningu sem hún hefur á ævi sinni heyrt. Þessi spurning var svo óeðlileg að hjúkkan getur ekki einu sinni sett hana fram á þessari síðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um árangur þessa manns gagnvart hjúkkunni sem setti upp mjög ákveðinn svip! Hjúkkan ætlaði að labba heim enda var veður gott - þar til hún uppgötvaði að hún býr í Hafnarfirði og það væri nú nokkuð góður spölur að ganga á 7cm háum hælum. Því fann hún sér leigubíl og skilaði sér heil heim í sófa og mörgæsir.
Í dag dreif hjúkkan sig á kjörstað og gerði tilraun til að kjósa í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Í síðustu tveimur kosningum hefur hjúkkan kosið utan kjörfundar og því bara fengið stimpil með flokks-bókstafnum og málið leyst. En í dag var henni réttur bleikur kjörseðill með fullt af kössum og nöfnum fólks á. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var einfaldlega krísan milli þess hvort átti að setja x við listabókstafinn eða gera hring utan um hann!!! Já einfaldir hlutir geta flækst ótrúlega fyrir hjúkkunni. Hún stakk því nefi sínu út úr kjörklefanum, brosti ljóshært og spurði góða fólkið við kjörborðið hvernig hún ætti að bera sig að. Þau brostu góðlátlega á móti og sögðu hjúkkunni að gera x við listabókstafinn. Ætli þau hafi ekki líka hugsað sér hversu ótrúlega vitlaus þessa gella væri - kann ekki einu sinni að kjósa!!!! En atkvæðið er komið og nú er í gangi sumarhreingerning Dofrans. Í henni fellst að taka til í eldhúsinu, moppa gólfin og horfa svo aðeins meira á sjónvarpið.
24/05/2006
Það er nefnilega það!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!
22/05/2006
Víruð hjúkka!
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.
17/05/2006
Stóri ómunardagurinn!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!
15/05/2006
Á einmannalegum kvöldstundum!
Á einmannalegum kvöldstundum má alltaf finna sér eitthvað sem gleður mann. Hjúkkan hefur sérstakt dálæti á þessu yndislega myndskeiði úr prúðuleikurunum. Stundum þarf einfaldlega ekki mikið til að gleðja mann!
Á einmannalegum kvöldstundum má alltaf finna sér eitthvað sem gleður mann. Hjúkkan hefur sérstakt dálæti á þessu yndislega myndskeiði úr prúðuleikurunum. Stundum þarf einfaldlega ekki mikið til að gleðja mann!
Hún getur þetta stelpan!
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.
11/05/2006
Brúpkaupið, vinna og hjartsláttaróregla!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!
03/05/2006
Ofurhjúkkan að meika það í eigin heimi!
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.
01/05/2006
Næturdrottningin og eldspúandi drekinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)