Yndisleg kvöldstund!
Þetta er besta lýsingin á líðandi kvöldi hjá ofurhjúkkunni. Þar sem gamlir og góðir vinir hafa verið vanræktir síðastliðin vetur vegna anna var ekki annað hægt að en hitta gamla góða hýrahópinn og hækjurnar. Fórum sem sagt á Sólon þar sem margur sannleikurinn kom í ljós. Meðal annars var það hversu mikið er hægt að hlægja af takmarkaðri getu annars fólks þegar kemur að þjónustuhæfileikum. Einnig kom upp mjög víðáttu mikil og margslungin umræða um líkamsstöðu samkynhneigðra karlmanna við göngu að ógleymdum endurskipurlagningum Gulla í versluninni. Gulli fær rokkstig dagsins fyrir einstaka skipurlagningar hæfileika sem fengu sín greinilega notið í verslun Guðsteins í dag. Það er eiginlega þess virði að kíkja við í búðina á morgun og líta dýrðina augum. Mikið var flissað, blikkað og svo auðvitað knúsað í tilefni af því að árið er senn að líða undir lok. Merkilegasta orð kvöldsins átti Héðinn fv. fréttamaður - orð dagsins er orðsifjar!
29/12/2004
28/12/2004
We have a breather!
Ofurhjúkkan ákvað að láta ekki þessi leiðindarveikindi ná tökum á jólahátíðinni og skellti sér því í bíó í gærkvöldið ásamt annarri ofurhjúkku og einni hetju. Allt leit vel út fyrir utan mannþröngina sem var í anddyri kvikmyndahússins sem leistist upp um leið og hungraðir bíóáhugamenn komust leiðar sinnar í salinn. Ofurhjúkkurnar tvær fengu sér sæti með laust sínum hvorum megin við sig - you need your space. Nema hvað þá fyllist fljótlega salurinn og lítið er um laus sæti þannig að ung stúlka sest í sætið við hliðina á undirritaðri. Ég gleymdi reyndar að taka það fram að myndin sem njóta átti var engin önnur en Ocean´s Twelve með ofurhönkunum Pitt og Clooney!!!! Aníhú var þetta einhver mesta snilld þessi mynd en ég mæli með henni fyrir alla sem vilja njóta aulahúmors og góðs útsýnis ;) En snúum okkur aftur að gellunni sem sat við hliðina á ofurhjúkkunni. Samskipti milli manna í kvikmyndahúsum erum í lágmarki en þessi ágæta stúlka andvarpaði eins og hún væri að erfiða í gegnum alla myndina. Ég veit að Pitt og Clooney eru alveg hrikalega flottir í myndinni en - VÁ það voru engin smá andvörp! Hvað er líka málið að vera einn í bíó og andvarpa eins og gömul kona? Þetta er allt annað mál ef hún hefði nú kannski verið með einhverjum öðrum í bíó og andvörpin af öðrum toga ;) Farið varlega í hálkunni, gætið ykkar á flugeldum og borðið varlega af salta kjötinu.
Ofurhjúkkan ákvað að láta ekki þessi leiðindarveikindi ná tökum á jólahátíðinni og skellti sér því í bíó í gærkvöldið ásamt annarri ofurhjúkku og einni hetju. Allt leit vel út fyrir utan mannþröngina sem var í anddyri kvikmyndahússins sem leistist upp um leið og hungraðir bíóáhugamenn komust leiðar sinnar í salinn. Ofurhjúkkurnar tvær fengu sér sæti með laust sínum hvorum megin við sig - you need your space. Nema hvað þá fyllist fljótlega salurinn og lítið er um laus sæti þannig að ung stúlka sest í sætið við hliðina á undirritaðri. Ég gleymdi reyndar að taka það fram að myndin sem njóta átti var engin önnur en Ocean´s Twelve með ofurhönkunum Pitt og Clooney!!!! Aníhú var þetta einhver mesta snilld þessi mynd en ég mæli með henni fyrir alla sem vilja njóta aulahúmors og góðs útsýnis ;) En snúum okkur aftur að gellunni sem sat við hliðina á ofurhjúkkunni. Samskipti milli manna í kvikmyndahúsum erum í lágmarki en þessi ágæta stúlka andvarpaði eins og hún væri að erfiða í gegnum alla myndina. Ég veit að Pitt og Clooney eru alveg hrikalega flottir í myndinni en - VÁ það voru engin smá andvörp! Hvað er líka málið að vera einn í bíó og andvarpa eins og gömul kona? Þetta er allt annað mál ef hún hefði nú kannski verið með einhverjum öðrum í bíó og andvörpin af öðrum toga ;) Farið varlega í hálkunni, gætið ykkar á flugeldum og borðið varlega af salta kjötinu.
27/12/2004
Jólin í ár!
Þessi jól verða í minningunni tengd nokkrum hlutum þ.á.m. kvefið dauðans, bólu sem hefur sér póstnúmer, mikið af spilum, mikið af mat og enn meira af ostum. Já það er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið nokkuð vel um mann þessa síðustu daga. Vaknaði á Jóladagsmorgun í tómum leiðindum með barkabólgu eins og litlu börnin. Sökum þess hafa jólin eiginlega einungis farið fram á sófanum, ýmist hér eða hjá foreldrunum. Mesta skúffelsið var þó að komast ekki á jólaball Milljónamæringanna sem var á Sögu í gær - alveg er ég viss um að í ár hafi ballið ekki verið jafn skemmtilegt og áður.
Ætli framkvæmd dagsins miði ekki að því að koma sér út í apótek og kaupa sér eitthvað stíflulosandi og verkjaminnkandi. Annars bið ég ykkur þessa vikuna um að halda áfram að fara varlega í salta kjötið en líka passa ykkur á flugeldunum.
Þessi jól verða í minningunni tengd nokkrum hlutum þ.á.m. kvefið dauðans, bólu sem hefur sér póstnúmer, mikið af spilum, mikið af mat og enn meira af ostum. Já það er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið nokkuð vel um mann þessa síðustu daga. Vaknaði á Jóladagsmorgun í tómum leiðindum með barkabólgu eins og litlu börnin. Sökum þess hafa jólin eiginlega einungis farið fram á sófanum, ýmist hér eða hjá foreldrunum. Mesta skúffelsið var þó að komast ekki á jólaball Milljónamæringanna sem var á Sögu í gær - alveg er ég viss um að í ár hafi ballið ekki verið jafn skemmtilegt og áður.
Ætli framkvæmd dagsins miði ekki að því að koma sér út í apótek og kaupa sér eitthvað stíflulosandi og verkjaminnkandi. Annars bið ég ykkur þessa vikuna um að halda áfram að fara varlega í salta kjötið en líka passa ykkur á flugeldunum.
25/12/2004
Aftansöngur á slysadeildinni!
Sökum þess að ofurhjúkkan var á kvöldvaktinni í kvöld var aftansöngurinn sunginn inni á kaffistofu og á gangi milli sjúklinga. Sú hefð hefur verið föst í lífi ofurhjúkkunnar s.l. 12 ár að syngja í messu kl 18 á aðfangadag og því tók hún lagið með útvarpinu. Ekki var laust við læviblandnar tilfinningar þegar RUV hringdi jólin inn og bauð landsmönnum öllum Gleðileg jól. Mikið annríki var á deildinni enda eins fáir að vinna og komist er af með en jólaskapið var alltaf skammt undan. Vaktinni lauk og eftir stutt stop í Dalalandinu lá leiðin heim á Kambsveginn í pakka og annan glaðning. Nú er svo komið að allir pakkar hafa verið opnaðir, kveikt er á kertum og stefnan tekin á sófann. Því miður var engin bók í jólapakkanum í ár þannig að maður kannski drífur sig í að klára eitthvað af jólabókum fyrri ára.
Að lokum vil ég óska vinum og vandamönnum nær sem fjær Gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina en passið ykkur á salta matnum ;)
Sökum þess að ofurhjúkkan var á kvöldvaktinni í kvöld var aftansöngurinn sunginn inni á kaffistofu og á gangi milli sjúklinga. Sú hefð hefur verið föst í lífi ofurhjúkkunnar s.l. 12 ár að syngja í messu kl 18 á aðfangadag og því tók hún lagið með útvarpinu. Ekki var laust við læviblandnar tilfinningar þegar RUV hringdi jólin inn og bauð landsmönnum öllum Gleðileg jól. Mikið annríki var á deildinni enda eins fáir að vinna og komist er af með en jólaskapið var alltaf skammt undan. Vaktinni lauk og eftir stutt stop í Dalalandinu lá leiðin heim á Kambsveginn í pakka og annan glaðning. Nú er svo komið að allir pakkar hafa verið opnaðir, kveikt er á kertum og stefnan tekin á sófann. Því miður var engin bók í jólapakkanum í ár þannig að maður kannski drífur sig í að klára eitthvað af jólabókum fyrri ára.
Að lokum vil ég óska vinum og vandamönnum nær sem fjær Gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina en passið ykkur á salta matnum ;)
20/12/2004
Andleysi!
Andleysi er það sem hrjáir hjúkkunar í augnarblikinu. Hún nennir ekki neinu en nennir samt ekki að gera ekki neitt! Jólaundirbúningurinn er langt á veg kominn og í raun og veru á bara eftir að strauja jólarúmfötin og pakka inn gjöfunum. Það er kannski ágætt að eiga ekki meira eftir þar sem bakið fór í bakkgír á fimmtudaginn og hefur eiginlega bara verið til leiðinda eftir það. En lítill jólasveinn kom færandi hendi með þetta líka fína bakbelti og þá varð kátt í höllinni. Dagarnir fram að jólum fara í vinnu enda á maður alla vikuna og aðfangadagskvöld líka. En málið er bara að halda góða jólaskapinu og borða eitthvað af þessum jólasmákökum sem maður hefur verið að bakstra við að baka.
En hvað sem líður og bíður er spáð hvítum jólum og vonandi helst sú spá. Nú hugsa bara allir saman um snjóinn!
Andleysi er það sem hrjáir hjúkkunar í augnarblikinu. Hún nennir ekki neinu en nennir samt ekki að gera ekki neitt! Jólaundirbúningurinn er langt á veg kominn og í raun og veru á bara eftir að strauja jólarúmfötin og pakka inn gjöfunum. Það er kannski ágætt að eiga ekki meira eftir þar sem bakið fór í bakkgír á fimmtudaginn og hefur eiginlega bara verið til leiðinda eftir það. En lítill jólasveinn kom færandi hendi með þetta líka fína bakbelti og þá varð kátt í höllinni. Dagarnir fram að jólum fara í vinnu enda á maður alla vikuna og aðfangadagskvöld líka. En málið er bara að halda góða jólaskapinu og borða eitthvað af þessum jólasmákökum sem maður hefur verið að bakstra við að baka.
En hvað sem líður og bíður er spáð hvítum jólum og vonandi helst sú spá. Nú hugsa bara allir saman um snjóinn!
18/12/2004
Viðreynsluaðferðir dauðans!
Eftir erfiðan dag en góða tónleika dreif hjúkkan sig á Ölstofuna að spjalla við aðra hjúkku. Við fundum okkur sæti á góðum stað og töldum okkur vera öruggar frá almennri ölvun og einmannaleika sem virtist hrjá flesta er inni á staðnum voru. Fljótlega fór að bera á því að verið væri að gefa okkur auga en við létum það ekki trufla okkur heldur héldum áfram að tala saman. Svo bar að fyrsti viðreynari kvöldsins hafði sig upp í að hlamma sér aðeins of nálægt hinni hjúkkunni og vildi endilega vita hvað við værum að tala um. Honum var pent bent á að það kæmi honum ekki við - honum væri velkomið að sitja þarna ef hann ætlaðist ekki til þess að við töluðum við hann. Leið svo og beið og spjallið hélt áfram og viðreynaranum ekki veitt nein athygli. Að lokum sofnar hann þannig að við vorum nú nokkuð ánægðar þar sem hann var alla vega til friðs í þessu ástandi. Kemur þá aðsvífandi viðreynari #2 sem var nú öllu fjörugri en sá fyrri og hélt að hann kæmist langt á feimninni. Var með alls konar afsakanir um það hvernig hann kynni ekki að reyna við konur og fleira - þar sem pirringurinn vegna viðreynara 1 var enn mikill fékk #2 litla samúð hjá hjúkkunum. Í því kemur aðsvífandi vinur viðreynara #2 sem virðist einmitt vera enn leiðinlegri heldur en hann. Viðreynandi #2 ætlar að gera sig stóran og nær að hella úr fullu glasi af einhverju sulli í kók og það beint á buxurnar hjá ofurhjúkkunni. Sem sagt nú er maður orðinn aðeins meira en nettpirraður og það að auki með blauta skálm á buxunum. Viðreynandi #2 og vinur hans voru hér með snarlega sendir á brott. Augnarbliki síðar birtist viðreynandi #3 og viðreynandi#1 fer að rumska. #3 er bent á að þetta sé einfaldlega ekki rétta krádið að reyna við og einn sé nú þegar búinn að hella yfir okkur drykknum sínum og annar sofna (bent á #1). Í því vaknar #1 og ælir á gólfið við hliðina á okkur!!!!!!!! #3 heldur nú að hann eigi allan sjénsins þar sem hann hvorki ældi né hellti á okkur - en hann er svo illa aumkunarverður að ekki var talin ástæða til að ræða frekar við hann. Eftir allt þetta var nú klukkan orðin margt og dauðþreyttu og út viðreyndu hjúkkurnar drifu sig heim.
Eftir erfiðan dag en góða tónleika dreif hjúkkan sig á Ölstofuna að spjalla við aðra hjúkku. Við fundum okkur sæti á góðum stað og töldum okkur vera öruggar frá almennri ölvun og einmannaleika sem virtist hrjá flesta er inni á staðnum voru. Fljótlega fór að bera á því að verið væri að gefa okkur auga en við létum það ekki trufla okkur heldur héldum áfram að tala saman. Svo bar að fyrsti viðreynari kvöldsins hafði sig upp í að hlamma sér aðeins of nálægt hinni hjúkkunni og vildi endilega vita hvað við værum að tala um. Honum var pent bent á að það kæmi honum ekki við - honum væri velkomið að sitja þarna ef hann ætlaðist ekki til þess að við töluðum við hann. Leið svo og beið og spjallið hélt áfram og viðreynaranum ekki veitt nein athygli. Að lokum sofnar hann þannig að við vorum nú nokkuð ánægðar þar sem hann var alla vega til friðs í þessu ástandi. Kemur þá aðsvífandi viðreynari #2 sem var nú öllu fjörugri en sá fyrri og hélt að hann kæmist langt á feimninni. Var með alls konar afsakanir um það hvernig hann kynni ekki að reyna við konur og fleira - þar sem pirringurinn vegna viðreynara 1 var enn mikill fékk #2 litla samúð hjá hjúkkunum. Í því kemur aðsvífandi vinur viðreynara #2 sem virðist einmitt vera enn leiðinlegri heldur en hann. Viðreynandi #2 ætlar að gera sig stóran og nær að hella úr fullu glasi af einhverju sulli í kók og það beint á buxurnar hjá ofurhjúkkunni. Sem sagt nú er maður orðinn aðeins meira en nettpirraður og það að auki með blauta skálm á buxunum. Viðreynandi #2 og vinur hans voru hér með snarlega sendir á brott. Augnarbliki síðar birtist viðreynandi #3 og viðreynandi#1 fer að rumska. #3 er bent á að þetta sé einfaldlega ekki rétta krádið að reyna við og einn sé nú þegar búinn að hella yfir okkur drykknum sínum og annar sofna (bent á #1). Í því vaknar #1 og ælir á gólfið við hliðina á okkur!!!!!!!! #3 heldur nú að hann eigi allan sjénsins þar sem hann hvorki ældi né hellti á okkur - en hann er svo illa aumkunarverður að ekki var talin ástæða til að ræða frekar við hann. Eftir allt þetta var nú klukkan orðin margt og dauðþreyttu og út viðreyndu hjúkkurnar drifu sig heim.
15/12/2004
Gamlar minningar!
Þar sem ég sat í strætó í morgun á leið minni til vinnu vöknuðu gamlar og misgóðar minningar frá menntaskólaárunum. Fyrir framan mig sátu tvö ungmenni sem voru að renna yfir glósur og bera saman bækur sínar fyrir próf í þýsku. Ég gat ekki annað en fallið í nostalgíukastið yfir þessari sýn þar sem manni finnst það hafa verið í gær sem menntaskólaárin voru í hámarki. Tal ungmennanna leiddist að afturbeygðum sögnum og öllu því sem þýsk málfræði hefur upp á að bjóða og þá kom önnur hugsun fram í samt frekar þreyttum hjúkkuhuga. Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf bjargað mér í dag með því að telja upp afturbeygðu sagnirnar í þýsku og þó er ég með stúdentspróf í þýsku! Þetta er auðvitað ekkert nema hrein synd og skömm að því að viðurkenna hversu lítið situr eftir af námsefni menntaskólans. En fljótlega varð ég glöð aftur þar sem ég áttaði mig á því að ég hef meiri not fyrir þar sem ég lærði í hjúkrunarfræðinni og hver veit nema eitthvað að menntaskólaviskunni hafi gagnast manni í gegnum tíðina ómeðvitað. Glöð í bragði fór ég því á vaktina og rúllaði upp allri minni helstu kunnáttu á sviði hjúkrunar og gerði það auðvitað með stæl eins og ofurhjúkku einni er lagið.
Þar sem ég sat í strætó í morgun á leið minni til vinnu vöknuðu gamlar og misgóðar minningar frá menntaskólaárunum. Fyrir framan mig sátu tvö ungmenni sem voru að renna yfir glósur og bera saman bækur sínar fyrir próf í þýsku. Ég gat ekki annað en fallið í nostalgíukastið yfir þessari sýn þar sem manni finnst það hafa verið í gær sem menntaskólaárin voru í hámarki. Tal ungmennanna leiddist að afturbeygðum sögnum og öllu því sem þýsk málfræði hefur upp á að bjóða og þá kom önnur hugsun fram í samt frekar þreyttum hjúkkuhuga. Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf bjargað mér í dag með því að telja upp afturbeygðu sagnirnar í þýsku og þó er ég með stúdentspróf í þýsku! Þetta er auðvitað ekkert nema hrein synd og skömm að því að viðurkenna hversu lítið situr eftir af námsefni menntaskólans. En fljótlega varð ég glöð aftur þar sem ég áttaði mig á því að ég hef meiri not fyrir þar sem ég lærði í hjúkrunarfræðinni og hver veit nema eitthvað að menntaskólaviskunni hafi gagnast manni í gegnum tíðina ómeðvitað. Glöð í bragði fór ég því á vaktina og rúllaði upp allri minni helstu kunnáttu á sviði hjúkrunar og gerði það auðvitað með stæl eins og ofurhjúkku einni er lagið.
13/12/2004
Í góðum gír eftir helgina!
Já ofurhjúkkan er í mjög fínum gír eftir þessa annars fínu helgi. Þar sem í ljós kom snemma í vikunni að hjúkkan yrði skilin eftir á klakanum yfir helgina var ekkert annað að gera en að njóta hennar í botn. Vinnan tók reyndar drjúgan hluta af helginni en það kom ekki í veg fyrir smá jólaskrall ásamt vinnufélögum enda um árlegt skrall að ræða. Kvöldið var fínt - allir vinir á Rex og svo var farið að dansa á 22. Þar lenti ofurhjúkkan í því að halda að einhver væri búinn að stela töskunni þannig að eftir mikla fagnaðarfundi við töskuna þegar hún fannst ákvað hjúkkan bara að koma sér heim í ból - enda öll stemning löngu týnd við leitun að töskunni.
Laugardagurinn kallaði á ekta danskar æpleskiver hjá Ola og Helene í Kópavoginum. Þetta er enn einn yndislegi siðurinn sem danir hafa komið með til landsins - algjört lostæti og við Svana vorum sammála um það að við yrðum aldrei aftur mjóar. Svo var það kvöldvaktin þar sem einhver mesta snilld kvikmyndasögunnar var litin augum. Jú þetta er auðvitað stórmyndin Baywatch - Hawaiian wedding. Þarna komu aftur fram í dagsljósið stjörnurnar úr þessari snilldar þáttarröð, Pamela og Carmen voru auðvitað á staðnum að ógleymdri hetjunni sjálfri David Hazzelhoff (aka Mitch Bucannon). Algjör snilldar mynd og virkilegt lostæti fyrir augað! Sunnudagurinn fór svo í enn meiri vinnu og loks snilldar aflsöppun að henni lokinni. Varð reyndar smá reið yfir leiknum en það rann af um síðari hlutar seinni hálfleiks.
Já ofurhjúkkan er í mjög fínum gír eftir þessa annars fínu helgi. Þar sem í ljós kom snemma í vikunni að hjúkkan yrði skilin eftir á klakanum yfir helgina var ekkert annað að gera en að njóta hennar í botn. Vinnan tók reyndar drjúgan hluta af helginni en það kom ekki í veg fyrir smá jólaskrall ásamt vinnufélögum enda um árlegt skrall að ræða. Kvöldið var fínt - allir vinir á Rex og svo var farið að dansa á 22. Þar lenti ofurhjúkkan í því að halda að einhver væri búinn að stela töskunni þannig að eftir mikla fagnaðarfundi við töskuna þegar hún fannst ákvað hjúkkan bara að koma sér heim í ból - enda öll stemning löngu týnd við leitun að töskunni.
Laugardagurinn kallaði á ekta danskar æpleskiver hjá Ola og Helene í Kópavoginum. Þetta er enn einn yndislegi siðurinn sem danir hafa komið með til landsins - algjört lostæti og við Svana vorum sammála um það að við yrðum aldrei aftur mjóar. Svo var það kvöldvaktin þar sem einhver mesta snilld kvikmyndasögunnar var litin augum. Jú þetta er auðvitað stórmyndin Baywatch - Hawaiian wedding. Þarna komu aftur fram í dagsljósið stjörnurnar úr þessari snilldar þáttarröð, Pamela og Carmen voru auðvitað á staðnum að ógleymdri hetjunni sjálfri David Hazzelhoff (aka Mitch Bucannon). Algjör snilldar mynd og virkilegt lostæti fyrir augað! Sunnudagurinn fór svo í enn meiri vinnu og loks snilldar aflsöppun að henni lokinni. Varð reyndar smá reið yfir leiknum en það rann af um síðari hlutar seinni hálfleiks.
09/12/2004
Hjúkrunarfræðingar eru bestu skinn!
Samkvæmt hinum virta fréttamiðli visir.is eru hjúkrunarfræðingar ein sú heiðarlegasta stétt sem fólk þarf að hafa samskipti við. Þetta kemur fram í þessari fréttaskýringu og tek ég undir það með stolti. Hjúkrunarfræðingar eru lykillinn að velferð mannkynsins þó svo að við þrífumst á veikleikum annarra þá viljum við alltaf reyna að leysa málin á sem farsælastan hátt. Svo erum við líka almennt brosmildar og glaðværar upp til hópa.
Samkvæmt hinum virta fréttamiðli visir.is eru hjúkrunarfræðingar ein sú heiðarlegasta stétt sem fólk þarf að hafa samskipti við. Þetta kemur fram í þessari fréttaskýringu og tek ég undir það með stolti. Hjúkrunarfræðingar eru lykillinn að velferð mannkynsins þó svo að við þrífumst á veikleikum annarra þá viljum við alltaf reyna að leysa málin á sem farsælastan hátt. Svo erum við líka almennt brosmildar og glaðværar upp til hópa.
05/12/2004
Hvert fór jólaveðrið?
Nú er ég alveg bit!! Rankaði við mér um kl. 11 í morgun til þess að fara í tennis, sem er ekki frásögum færandi, nema hvað að það var eiginlega bara enn dimmt úti! Rignigin barði á fersku og nývöknuðu andlitinu er ég hljóp út í bíl og brunaði sem leið lá í Kópavoginn. Að tennisæfingunni lokinni tók við enn verra veður þannig að ég fór í loftköstum aftur út í bíl og heim. Sökum veðurs er stefnan tekin á sófann í dag, er reyndar illa svekkt út í stöð2 því þeir eru búnir að loka fyrir aðganginn sem ég hafði án þess að vera áskrifandi. Þetta er mjög illt plott hjá þeim - maður fékk nýjan afruglara og allir ánægðir. Ekki versnaði ástandi þegar upp kom að stöð2 og sýn voru ótrufluð og kárnaði nú gleðin hjá hjúkkunni. Nú er sem sagt búin að koma manni á bragðið að horfa á ofurþætti s.s. nágranna og annað eðalefni og þá loka þeir fyrir aðganginn!!! Eftir sit ég með fulla skál af jólasmákökum og læt mér nægja að horfa á gamlan Bond á Skjá einum.
Nú er ég alveg bit!! Rankaði við mér um kl. 11 í morgun til þess að fara í tennis, sem er ekki frásögum færandi, nema hvað að það var eiginlega bara enn dimmt úti! Rignigin barði á fersku og nývöknuðu andlitinu er ég hljóp út í bíl og brunaði sem leið lá í Kópavoginn. Að tennisæfingunni lokinni tók við enn verra veður þannig að ég fór í loftköstum aftur út í bíl og heim. Sökum veðurs er stefnan tekin á sófann í dag, er reyndar illa svekkt út í stöð2 því þeir eru búnir að loka fyrir aðganginn sem ég hafði án þess að vera áskrifandi. Þetta er mjög illt plott hjá þeim - maður fékk nýjan afruglara og allir ánægðir. Ekki versnaði ástandi þegar upp kom að stöð2 og sýn voru ótrufluð og kárnaði nú gleðin hjá hjúkkunni. Nú er sem sagt búin að koma manni á bragðið að horfa á ofurþætti s.s. nágranna og annað eðalefni og þá loka þeir fyrir aðganginn!!! Eftir sit ég með fulla skál af jólasmákökum og læt mér nægja að horfa á gamlan Bond á Skjá einum.
04/12/2004
Vondi strætóbílstjórinn!
Þar sem ofurhjúkkan var á leið sinni heim í góðum fíling að syngja jólalög varð á vegi hennar mjög viðskotaillur strætóbílstjóri. Sem góður bílstjóri á maður að halda sig til hægri og til að víkja fyrir hraðskreiðari bíl setti ég stefnuljósið á, kíkti til hliðar og renndi svo Hondukrúttinu mjúklega yfir á næstu akrein. Allt í einu er kominn strætisvagn í skottið á krúttinu og það með látum og blikkandi háu ljósunum. Jú ég hafði sem sagt orðið á vegi þessa viðskotailla vagnstjóra sem ákvað að taka pirring sinn á lífi sínu út á mér. Ekki nóg með það þá skipti síðan strætóinn yfir á fráreyn og gaf í - til þess eins að reyna að hitta á poll og ausa yfir mig vatni. Nú fauk svolítið í mitt annars friðsæla hjarta og ég jók hraðan þannig að skvettið fór ekki yfir krúttið. Ég þakkaði þessum asna pent fyrir mig með léttu flauti og gott ef ákveðinn handarmerki voru ekki gefin líka. Ég veit ekki hvað þessi fúli strætóbílstjóri heldur að hann sé en við erum ekki vinir - svo mikið er víst.
Þar sem ofurhjúkkan var á leið sinni heim í góðum fíling að syngja jólalög varð á vegi hennar mjög viðskotaillur strætóbílstjóri. Sem góður bílstjóri á maður að halda sig til hægri og til að víkja fyrir hraðskreiðari bíl setti ég stefnuljósið á, kíkti til hliðar og renndi svo Hondukrúttinu mjúklega yfir á næstu akrein. Allt í einu er kominn strætisvagn í skottið á krúttinu og það með látum og blikkandi háu ljósunum. Jú ég hafði sem sagt orðið á vegi þessa viðskotailla vagnstjóra sem ákvað að taka pirring sinn á lífi sínu út á mér. Ekki nóg með það þá skipti síðan strætóinn yfir á fráreyn og gaf í - til þess eins að reyna að hitta á poll og ausa yfir mig vatni. Nú fauk svolítið í mitt annars friðsæla hjarta og ég jók hraðan þannig að skvettið fór ekki yfir krúttið. Ég þakkaði þessum asna pent fyrir mig með léttu flauti og gott ef ákveðinn handarmerki voru ekki gefin líka. Ég veit ekki hvað þessi fúli strætóbílstjóri heldur að hann sé en við erum ekki vinir - svo mikið er víst.
Ofurþreytt ofurhjúkka!
Þessi síðasta vika fer í bækurnar sem einhver sú klikkaðasta á mínum vinnustað. Þökk sé hálkunni og samstarfsfólki mínu verður helmingur af Reykvíkingum í gipsi á jólunum. Það var farið að sjá á fegurð ofurhjúkkunnar þegar líða tók á vikuna en þetta er allt að komast aftur í lag. Svona vikur kenna manni að njóta helgarinnar og þess að vera í fríi. Föstudagskvöldið var mjög huggulegt, byrjaði á kvöldverði á Vegamótum (sem átti eftir að draga heilmikla meltingu á eftir sér), tónleika hjá mótettukórnum og loks nokkrir kaldir á Ölstofunni ásamt nokkrum ofurhjúkkum. Heilmörg sms voru send í þágu annarra og mikið var helgið.
Jólaundirbúningurinn var í hávegi hafður í dag þar sem 3 sortir af smákökum eru komnar í bauka. Nú á bara eftir að henda saman í nokkrar tegundir í viðbót og þá er allt klárt fyrir heimsóknir. Kvöldið snýst um afslöppun, sófann og smá kúristund enda verður maður að vera ferskur í tennisinn á morgun.
Þessi síðasta vika fer í bækurnar sem einhver sú klikkaðasta á mínum vinnustað. Þökk sé hálkunni og samstarfsfólki mínu verður helmingur af Reykvíkingum í gipsi á jólunum. Það var farið að sjá á fegurð ofurhjúkkunnar þegar líða tók á vikuna en þetta er allt að komast aftur í lag. Svona vikur kenna manni að njóta helgarinnar og þess að vera í fríi. Föstudagskvöldið var mjög huggulegt, byrjaði á kvöldverði á Vegamótum (sem átti eftir að draga heilmikla meltingu á eftir sér), tónleika hjá mótettukórnum og loks nokkrir kaldir á Ölstofunni ásamt nokkrum ofurhjúkkum. Heilmörg sms voru send í þágu annarra og mikið var helgið.
Jólaundirbúningurinn var í hávegi hafður í dag þar sem 3 sortir af smákökum eru komnar í bauka. Nú á bara eftir að henda saman í nokkrar tegundir í viðbót og þá er allt klárt fyrir heimsóknir. Kvöldið snýst um afslöppun, sófann og smá kúristund enda verður maður að vera ferskur í tennisinn á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)