Rífandi gangur!
Það er rífandi gangur á framkvæmdum í Dofraberginu þökk sé yndislegum hópi góðra vina sem komu og aðstoðuðu hjúkkuna um helgina. Smiðurinn stóð sig vel í parketinu fyrir helgina og á laugardaginn var einn allsherjar vinnuher við málningavinnu. Megabeibið, Superkvendi, Flugkennarinn og Mágmaðurinn komu og máluðu eins og þau höfðu lífið að leysa enda náðist að klára þá málningavinnu sem fyrir lá. Flugkennarinn tók sig til og sýndi fram á það að það er vel hægt að "djakka" í öllum herbergjum íbúðarinnar, sama hvað fólk er að gera. Það er hægt að "djakka" í hóp eða bara dunda sér einn við þetta!! Þormóður lét ekki sjá sig, enda fattaði hjúkkan það seint og síðar meir að hún var ekki með rétt símanúmer hjá honum.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný í vinnunni og stefnir á innflutning eftir 2 vikur. Þá geta þeir sem komu ekki í málninguna komið og aðstoðað við flutninga :)
28/11/2005
23/11/2005
Framkvæmdir og jólaauglýsingar!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!
21/11/2005
Allt er hjúkkum fært!!!
Hjúkkan tók sig til og fór í ljóshærða haminn sinn í dag. Hún byrjaði daginn á því að fara og kaupa parket þar sem hún sló í gegn í almennri fávisku sinni um parketlagningu (enda ætlar hún ekki að leggja parketið sjálf). Að því loknu benti sölumaðurinn henni á að fara í timbursöluna til að fá parketið afhent. Hjúkkan þakkaði pent fyrir sig og dreif sig yfir í timburdeildina. Þar var henni bent á að koma með bílinn inn svo hægt væri að setja parketið og dúkinn og alla listana í bílinn - hjúkkan hélt nú að þetta yrði ekki mikið mál enda Fabio nokkuð stór að mati hjúkkunnar. Vonleysis svipur kom á hlaðmennina sem spurðu hjúkkuna hvort hún hefði ekki getað komið á minni bíl!! en hjúkkan brosti sínu blíðasta og sagði að Skodinn væri nú bara alveg nógu stór. Þeir byrjuðu að hlaða parketinu í bílinn og alltaf seig aumingjans afturhlutinn á Fabio neðar og neðar. Þegar dúkurinn var svo líka kominn (þá átti eftir að koma fyrir golflistunum) fór hjúkkunni að lítast frekar illa á blikuna. Í nettu spaugi spurði hjúkkan hvort gólflistarnir myndu bara ekki standa út um topplúguna og var hlaðmönnunum greinilega hætt að lítast á þessa litlu píu sem greinilega var ekki mjög skörp. Loksins þegar allt dótið var komið í bílinn þá sá hjúkkan að þetta væri nú ekki að gera sig og spurði hvort hún gæti ekki bara pantað flutningabíl undir allt dótið (passaði líka að blikka alveg nokkrum sinnum). "Jú jú það er alveg hægt - en ég myndi alveg keyra bílinn svona" segir annar hlaðmannanna greinilega ekki að nenna að færa allt dótið úr Skódanum í flutningabíl. "Já ég held að það sé málið að fá flutningabíl" segir hjúkkan glöð í bragði og fer og pantar bíl. Flutingabíllinn kom fljótlega og nú voru til taks 4 karlmenn sem unnu við það að afferma Skódann og setja dótið í flutningabílinn. Tí hí hjúkkan þakkaði svo pent fyrir sig og keyrði út á eftir flutningabílnum. Nú er parketið sem sagt komið í Dofrabergið og hjúkkan þar að auki búin að panta sófann og borðstofustólana. Nú er mál að leggja sig í smá blund áður en kvöldvaktin byrjar. Umönnunarstig dagsins fá aumingjans hlaðmennirnir í Húsasmiðjunni í Grafarholti fyrir óeigingjörn störf sín í þágu hjúkkunnar :)
Hjúkkan tók sig til og fór í ljóshærða haminn sinn í dag. Hún byrjaði daginn á því að fara og kaupa parket þar sem hún sló í gegn í almennri fávisku sinni um parketlagningu (enda ætlar hún ekki að leggja parketið sjálf). Að því loknu benti sölumaðurinn henni á að fara í timbursöluna til að fá parketið afhent. Hjúkkan þakkaði pent fyrir sig og dreif sig yfir í timburdeildina. Þar var henni bent á að koma með bílinn inn svo hægt væri að setja parketið og dúkinn og alla listana í bílinn - hjúkkan hélt nú að þetta yrði ekki mikið mál enda Fabio nokkuð stór að mati hjúkkunnar. Vonleysis svipur kom á hlaðmennina sem spurðu hjúkkuna hvort hún hefði ekki getað komið á minni bíl!! en hjúkkan brosti sínu blíðasta og sagði að Skodinn væri nú bara alveg nógu stór. Þeir byrjuðu að hlaða parketinu í bílinn og alltaf seig aumingjans afturhlutinn á Fabio neðar og neðar. Þegar dúkurinn var svo líka kominn (þá átti eftir að koma fyrir golflistunum) fór hjúkkunni að lítast frekar illa á blikuna. Í nettu spaugi spurði hjúkkan hvort gólflistarnir myndu bara ekki standa út um topplúguna og var hlaðmönnunum greinilega hætt að lítast á þessa litlu píu sem greinilega var ekki mjög skörp. Loksins þegar allt dótið var komið í bílinn þá sá hjúkkan að þetta væri nú ekki að gera sig og spurði hvort hún gæti ekki bara pantað flutningabíl undir allt dótið (passaði líka að blikka alveg nokkrum sinnum). "Jú jú það er alveg hægt - en ég myndi alveg keyra bílinn svona" segir annar hlaðmannanna greinilega ekki að nenna að færa allt dótið úr Skódanum í flutningabíl. "Já ég held að það sé málið að fá flutningabíl" segir hjúkkan glöð í bragði og fer og pantar bíl. Flutingabíllinn kom fljótlega og nú voru til taks 4 karlmenn sem unnu við það að afferma Skódann og setja dótið í flutningabílinn. Tí hí hjúkkan þakkaði svo pent fyrir sig og keyrði út á eftir flutningabílnum. Nú er parketið sem sagt komið í Dofrabergið og hjúkkan þar að auki búin að panta sófann og borðstofustólana. Nú er mál að leggja sig í smá blund áður en kvöldvaktin byrjar. Umönnunarstig dagsins fá aumingjans hlaðmennirnir í Húsasmiðjunni í Grafarholti fyrir óeigingjörn störf sín í þágu hjúkkunnar :)
19/11/2005
Íbúðin komin!!!
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.
17/11/2005
Afsakið röng email addressa!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!
16/11/2005
Mögulegir krísuvaldar!
Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
- Aðgangsorðið mitt í heimabankann byrjar á 37frida... - þessi litla tala á undan nafninu fer alveg óskaplega mikið fyrir brjóstið á hjúkkunni þar sem henni finnst þetta óþarfa tilvísun um það að hún er að eldast. Þrátt fyrir það að það eru þónokkur ár þar til hún verður 37 ára er þetta að valda ákveðinni krísu. Spurning hvort hún skipti ekki bara um banka???
- Það að rekast á gamla kunningja sem maður hefur ekki séð í háa herrans tíð og viðkomandi hefur enga hugmynd um hvað hefur gengið á í lífi hjúkkunnar. Eftir stutt öppdeit á högum hjúkkunnar fær hún samúðarfullan svip og klapp á öxlina. "En þetta fer nú allt að koma hjá þér er það ekki??" og við þetta bætist uppörvandi bros. Hjúkkan vill bara benda þeim sem haga sér svona að hún hefur það bara ansi fínt, er í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og það er ekki endilega hamingja falin í því að eiga 2 börn, station bíl, hund og mann sem vinnur 350 tíma á mánuði!
Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír hér í vinnunni. Hún er búin að ganga frá Kambsveginum og verður því næstu daga ekki lengur eigandi að helmingi þeirrar íbúðar. Vonandi gengur þó allt eftir og hún verður stoltur eigandi að Dofraberginu næsta föstudag. Þá verður kallað til málningapartýs einhvern tímann í vikunn á eftir (fer eftir því hversu vel gengur að leggja parketið.) Þangað til er hjúkkan farin að æfa jólalögin og koma sér í jólaskap.
15/11/2005
Nú hlýtur þetta að fara að koma!
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.
11/11/2005
10/11/2005
Dagurinn þar sem ekkert gekk upp!
Hjúkkan er nett pirruð og vonsvikin eftir daginn í dag. Suma daga á maður greinilega að sleppa því að fara á fætur og halda bara áfram að sofa. Dagurinn byrjaði með vott af vitund um þau rauðvínsglös sem hún drakk kvöldinu áður í heimsókn sinni hjá Siggu. Heimsóknin var hrein og bein snilld þar sem hjúkkurnar hlógu, flissuðu og spáðu í hegðan karlmanna. Eftir að hafa farið niður í Rauða Kross til að ganga frá námskeiðsgögnunum frá deginum áður dreif hjúkkan sig heim í smá blund, enda full vonar að í dag myndi hún ganga frá öllum sínum íbúðarmálum og fá afhenta sína eigin íbúð. Auðvitað brugðust þau plön og hjúkkan stóð í stappi við fjölda manns, þar á meðal 2ja kvenna er vinna á "þjónustuveri" Landsbankans. Í kjölfarið er sennilega komin mynd af hjúkkunni á pílukastspjaldið í "þjónustuverinu" og hún komin á svartan lista. En þetta stapp kom nú fyrst og fremst til vegna vanhæfni starfsfólksins sem hún ræddi við. Að því loknu hélt aðeins meira stapp áfram við aðra aðila og loks breyttust auðvitað þau plön sem hjúkkan var búin að halda í vonina að myndu bjarga annars ömurlegum degi. Til að reyna að gera gott úr málinu fór hjúkkan út í búð og keypti sér rándýran Ben & Jerry´s Karamel Sutra ís. Þetta er ótrúleg blanda af vanilluís, súkkulaðiís, hreinni og mjúkri karamellu og stórum feitum súkkulaðibitum. Kaloríufjöldi í einni skeið er um 3000 og er hjúkkan komin í feitan plús á kaloríum í dag - samt borðaði hún bara um 1 / 10 af ísnum - auðvitað beint úr boxinu. Nú leið hjúkkunni örlítið betur en glitti þó í gömlu góðu feituna. Jæja maður verður að horfast í augu við feituna eftir svona ísát og það er leyfilegt. Þetta hefði verið mjög góð leið til að bjarga vondum degi - en auðvitað fékk hjúkkan illt í magann af öllum rjómanum og sykrinum sem í ísnum var þannig að þetta kom henni allt í koll. Nú eru einungis 3 klst eftir af þessum rotna degi sem getur ekki versnað og vonandi verður morgundagurinn eitthvað betri.
Hjúkkan er nett pirruð og vonsvikin eftir daginn í dag. Suma daga á maður greinilega að sleppa því að fara á fætur og halda bara áfram að sofa. Dagurinn byrjaði með vott af vitund um þau rauðvínsglös sem hún drakk kvöldinu áður í heimsókn sinni hjá Siggu. Heimsóknin var hrein og bein snilld þar sem hjúkkurnar hlógu, flissuðu og spáðu í hegðan karlmanna. Eftir að hafa farið niður í Rauða Kross til að ganga frá námskeiðsgögnunum frá deginum áður dreif hjúkkan sig heim í smá blund, enda full vonar að í dag myndi hún ganga frá öllum sínum íbúðarmálum og fá afhenta sína eigin íbúð. Auðvitað brugðust þau plön og hjúkkan stóð í stappi við fjölda manns, þar á meðal 2ja kvenna er vinna á "þjónustuveri" Landsbankans. Í kjölfarið er sennilega komin mynd af hjúkkunni á pílukastspjaldið í "þjónustuverinu" og hún komin á svartan lista. En þetta stapp kom nú fyrst og fremst til vegna vanhæfni starfsfólksins sem hún ræddi við. Að því loknu hélt aðeins meira stapp áfram við aðra aðila og loks breyttust auðvitað þau plön sem hjúkkan var búin að halda í vonina að myndu bjarga annars ömurlegum degi. Til að reyna að gera gott úr málinu fór hjúkkan út í búð og keypti sér rándýran Ben & Jerry´s Karamel Sutra ís. Þetta er ótrúleg blanda af vanilluís, súkkulaðiís, hreinni og mjúkri karamellu og stórum feitum súkkulaðibitum. Kaloríufjöldi í einni skeið er um 3000 og er hjúkkan komin í feitan plús á kaloríum í dag - samt borðaði hún bara um 1 / 10 af ísnum - auðvitað beint úr boxinu. Nú leið hjúkkunni örlítið betur en glitti þó í gömlu góðu feituna. Jæja maður verður að horfast í augu við feituna eftir svona ísát og það er leyfilegt. Þetta hefði verið mjög góð leið til að bjarga vondum degi - en auðvitað fékk hjúkkan illt í magann af öllum rjómanum og sykrinum sem í ísnum var þannig að þetta kom henni allt í koll. Nú eru einungis 3 klst eftir af þessum rotna degi sem getur ekki versnað og vonandi verður morgundagurinn eitthvað betri.
09/11/2005
Skjávarpar og gluggar!
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.
08/11/2005
Menningarleg afmælishelgi!
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.
01/11/2005
Mikilvægt fólk í lífi allra!
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
- Mamma - allir þurfa á móður sinni að halda, óháð aldri og fyrri störfum. Þessar konur veita manni styrk og hlýju þegar á þarf og láta mann yfirleitt vita ef maður er kominn í tómt tjón.
- Pabbi - allir þurfa líka á pabba sínum að halda. Hann hjálpar yfirleitt með praktískari atriðið en mamman en að sama skapi er hann ómissandi við lausn ýmissa vandamála. Pabbar geta líka reynst mjög vel þegar þarf að hugga mann og gefa knús.
- Systur - held að allir hafi líka gott af því að eiga góðar systur hvort sem er eldri eða yngri. Sumt spyr maður einfaldlega foreldra sína ekki um.
- Vinkonurnar - þarf ekki ferkari útskýringar.
- Hárgreiðslukona - ómissandi hlekkur í lífi hvaða konu sem er og kemur sér mjög illa og getur valdið miklum áhyggjum ef hún fer í fæðingarorlof.
- Snyrtifræðingurinn - ný í hópnum hjá hjúkkunni sem er í leit að innra-kveneðli sínu. Er búin að finna yndislegan snyrtifræðing sem plokkar og litar eins og vindurinn. Eftir nokkrar komur til hennar er hún farin að læra á hjúkkuna og er ómissandi.
- Kvensjúkdómalæknirinn - óþarfi að útskýra nánar en maður vill ekki þurfa að fara á nýjan stað í hvert skipti, okkur finnst þetta ekki beint það skemmtilegasta í heimi.
- Vaxarinn - hjúkkan er svo mikill kleifhugi að hún getur ekki hugsað sér að sama kona sjái um augabrúnir og vaxmeðferð á öðrum stöðum líkamans. Staðan er laus í augnarblikinu.
- The Handyman - hér getur pabbinn reynst vel ef hann er handlaginn, annars er mjög gott að hafa varamann í þessari deild. Jafnvel getur verið mikilvægt að hafa nokkra við hendina með mismunandi sérhæfingu.
- Maðurinn í einkennisbúningnum - já hér er hægt að hafa marga við hendina. Hjúkkan er t.d. með flugmanninn, flugþjóninn, smiðinn, flugkennarann, lækninn og sjúkraflutningamanninn svo dæmi séu tekin. Þessir menn eru til þess eins að gleðja augað þegar maður þarf á einhverju hughreystandi að halda. Reyndar fer samsetning þessa hóps algjörlega eftir smekk hvers og eins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)