Alveg einstök Fríða!
Hjúkkunni er margt til lista lagt og þar á meðal koma stundum upp svokölluð Fríðumóment sem á rætur sínar að rekja til sjúkdómsgreiningar um óheppni. Hjúkkan tók nokkur nett Fríðumóment um helgina en það síðasta var í gær. Jú hún var búin að hlakka mikið til að kíkja á hana Sigurbjörgu Kötlu litlu og var harðákveðin í því að sá fundur ætti að eiga sér stað þriðjudaginn 24. janúar. Hjúkkan valhoppaði léttum skrefum úr vinnunni kl. 20 og renndi beint í D28 þar sem henni til vissrar undrunar voru engir af bílum vinkvennanna. En hvað veit maður hugsaði hjúkkan - kannski var þeim öllum bara skutlað í kvöld! Hjúkkan stökk upp útidyratröppurnar og hóf að hringja bjöllunni - en ekkert svar barst. Hjúkkan hugsaði sér sem svo að oft geta þessar gellur talað hátt svo engin þeirra heyrir örugglega í bjöllunni. Hún hringdi aftur bjöllunni og sem fyrr kom ekkert svar. Þá var nú gott að vera með gsm og hóf hjúkkan að hringja í gellurnar. Viti menn engin þeirra svaraði símanum sínum!!! Hjúkkunni var nú hætt að lítast á blikuna og náði loksins í Eibí sem hló nett og sagði hjúkkunni að hún væri sem sagt mætt viku og snemma í saumaklúbbinn!!! Gat skeð hugsaði hjúkkan og brenndi heim í Dofrann þar sem feitur sófatími beið. Já eins og fyrr sagði þá getur hjúkkan ýmislegt án þess að henni sé sérstaklega hjálpað. En góðu fréttirnar eru þær að nú er hjúkkan komin með flugmiðann til Austurríkis og ekkert nema sjúbb sjúbb framundan. Held samt í ljósi óheppni hjúkkunnar sé nokkuð jákvætt að læknir og önnur hjúkka verða með í för.
Lykilorð dagsins eru Áfram Man Utd - sem auðvitað kemur til með að gjörsigra Blackburn í kvöld!!!
25/01/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli