19/01/2006

Hroki og hleypidómar!
Hjúkkan átti góða kvöldstund með mömmu gömlu og Maríu systur í bíóinu í kvöld. Hjúkkan ætlaði nú reyndar ekki að láta undan og fara á þessa mynd en þar sem um var að ræða boðsmiða ákvað hjúkkan að slá til og sjá hvort upprunalega útgáfan væri ekki örugglega betri. Þessi útgáfa er mjög fín - en það er engin Colin Firth í henni. Samt nær gaurinn sem leikur Darcy einhverju svona Firth momenti og maður heldur með honum. Keira Knightley fer bara svo mikið í taugarnar á hjúkkunni þá allra helst vegna tannréttingar - kjálkans sem hún ber framan í sér. Alveg merkilegt að hún er ósymmetrisk í framan greyið stelpan - en það er kannski hvað flokkast undir fegurð hjá karlmönnum. En hjúkkan ætlar ekki að gefa upp meira af myndinn og hvetja bara aðdáendur upprunalegu útgáfunnar að kíkja í bíó - það góða við þessa útgáfu er að hún er ekki 6 klst löng :)
Eftir bíóið lá leiðin heim í Dofrann þar sem hjúkkan kveikti á sjónvarpinu. Enn fara raunveruleika þættir í sjónvarpinu versnandi og sá versti sem hjúkkan hefur séð er einmitt í loftinu núna. Hvað yrði til þess að þú lesandi góður myndir sjálfviljugur koma fram í sjónvarpsþætti um þitt kynlífsvandamál!!!!! Og þátturinn sem er núna er held ég eitthvað það versta sem ég hef séð. Held að sjónvarpsguðinn sé að segja hjúkkunni að fara að slökkva á sjónvarpinu og fá sér bók að lesa. Kannski er það bara málið að koma sér í háttinn enda morgun- og næturvakt á morgun. Svo er helgarfrí og hver veit nema maður hitti vinkonur sínar eitthvað ;)

Engin ummæli: