26/01/2006

Farin úr forgörðum!
Nú er að ganga í garð gósentíð íslenskra íþróttafréttamanna sem koma til með að lýsa leikjum íslenska landsliðsins í handknattleik á EM í Sviss. Í dag var fyrsti leikur íslenska liðsins og þeir eru nú í augnarblikinu enn með buxurnar upp um sig en þær eru eitthvað farnar að síga í seinni hlutanum. Þegar þetta er skirfað eru "strákarnir okkar" enn 7 mörkum yfir en hafa klúðrað síðustu 5 sóknum sínum - sem er ekki alveg nógu gott. En það sem er svo dásamlegt við þessi stórmót er auðvitað mikið magn af góðum leikjum með tilheyrandi sófa og svo auðvitað mælska íþróttafréttaritaranna. Í leiknum í dag varð þulinum mikið fyrir vegna færa sem fóru ÚR forgörðum! Hjúkkan er nú engin íslenskufræðingur en hún er nú nokkuð viss um að tækifæri fari ekki úr forgörðum heldur einfaldlega fari forgörðum. Hver ætla annars tækifærin úr forgörðum í bakgarða? Nei bara svona rétt að spá...

Engin ummæli: