21/01/2006

Ofurhjúkkan stuðuð!
Hjúkkan vaknaði nokkuð fersk eftir næturvaktina þrátt fyrir að hafa verið vakin við símann fljótlega upp úr hádegi. Gallup var að hringja og var með fáránlega langan spurningalista sem hjúkkan í svefnrofanum játaði að svara. Hún man nú óljóst eftir því hver svörunin var en það er lítið við því að gera. Hjúkkan hélt áfram að sofa og kom sé loks á fætur um kaffileytið. Eftir góðan morgunmat lá leiðin í sófann þar sem enski boltinn var settur á og hjúkkan bísnaðist yfir hæfileikaleysi Tottenham manna gegn Aston Villa - en þegar maður á 20 marktækifæri á nú eitthvað að lenda í netinu. En miðað við gengi hennar manna í Man Utd er best að vera ekki með yfirlýsingar um vanhæfni annarra liða í augnarblikinu.
Eftir leikinn fá hjúkkan sig knúna til þess að leyfa nýfundnum iðnaðarhæfileikum sínum að njóta sín og ákvað að tengja og hengja upp ljós á ganginn. Hjúkkan aftengdi perustæðið sem var og tengdi nýtt og allt gekk eins og í sögu - þar til að hjúkkan fékk þá hugmynd að kveikja ljósið og stilla svo aðeins betur stöðuna á ljósinu. Viti menn eftir skamma stund fékk hjúkkan þennan líka fína rafstraum í vinstri hendina með leiðni upp í öxlina. Hjúkkan vinnur nú á slysadeildinni og hugsaði um stund hvort þetta væri nokkuð svakalega óhollt, og komst að þeirri niðurstöðu að hafa ekki frekari áhyggjur af málinu, verkurinn í hendinni hlyti að hverfa. Hann er nú minni og hjartslátturinn kominn í reglulegan takt þannig að hjúkkan ætlar ekki að aðhafast fekar í málinu. Stelpukvöld planað með því að borða, drekka og horfa á Davíð Olgeirs í Eurovisioninu - allir að muna að kjósa hann. Áfram Davíð!!!

Engin ummæli: