Kúristund með litla kút!
Hjúkkan átti yndislega stund með litla frænda í dag. Hún sló auðvitað í gegn þegar hún sótti hann á leikskólann með snjóþotuna góðu og ferðin heim var ekkert nema ótrúlega skemmtileg. Eftir að heim var komin tók smá límmiðastund við og svo var beðið um að horfa á Samma brunavörð. Þetta er einhver mesta snilldar teiknimyndarfígúra sem hjúkkan hefur séð í langan tíma. Sammi er sem sagt brunavörður, björgunarmaður og allt í öllu. Ef einhver á í vanda þá kemur Sammi og bjargar málunum. Sammi kom því meira að segja til skila að Tarzan væri ekki þjálfaður slökkviliðsmaður og því ætti maður frekar að treysta Samma. En eftir nokkra þætti voru augnlokin orðin þung hjá hjúkkunni og litla kútnum og fyrr en varði voru þau bæði sofnuð í yndislegri kúristund í sófanum, og vöknuðu ekki fyrr en foreldrarnir komu heim!! Kvöldinu var eytt á tilfinningaþrunginnri kóræfingu og loks lá leiðin heim í sófa. Núna er nettur snjóbilur úti og hjúkkan á góða stund með mörgæsunum og sjónvarpinu.
11/01/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli