09/01/2006

Superbowl 2006 - Diss eða Piss 2006!
Það er hér með staðfest að hið árlega Superbowl partý verður haldið í Dofraberginu sunnudagskvöldið 5. febrúar. Leikurinn fer fram í Detroit og er þetta 40. skiptið sem leikið er um Superbowl. Að venju verða reglur um drykkjarföng byggð á diss eða piss kenningum sem allir þátttakendur þekkja vel. Megabeibið er hér með opinberlega beðið um að koma með guacamoleið sitt sem slær alltaf í gegn og auðvitað skjávarpann. Geri ráð fyrir því að Höski verði með læti eins og alltaf en í þetta sinn verður ekki aukaherbergi eins og í fyrra þannig að þið hin verðið að þola Höska eins og við öll - enda kemur hann með afruglarann. Hjúkkan á bara eftir að redda skiptingu á næturvaktinni en geri ekki ráð fyrir því að það verði nokkuð vandamál enda er farið að leggja drög að því nú þegar. Hjúkkan kíkti á síðuna www.superbowl.com þar sem ýmsar góðar upplýsingar koma fram og meðal annars það að enginn annar en Steve Wonder verður með preshowið í ár og engir aðrir en ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones eru með halftime showið. Það á sem sagt að tryggja það aftur að ekkert ósómasamlegt gerist!! En hver veit nema einhver performerinn fái fyrir hjartað eða nettan blóðtappa í höfuðið sökum aldurs. Nú er það bara að sjá hverjir komast á leiðarenda og halda með Patriots því auðvitað er Tom Brady lang flottastur!!!

Engin ummæli: