13/01/2006

Erfiðir dagar!
Þessir síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og ósanngjarnir. Maður finnur sjaldan fyrir jafnmiklu hjálparleysi eins og þegar hugurinn leitar til Kollu og Hauks sem eru að ganga í gegnum þá erfiðustu tíma sem nokkur maður getur ímyndað sér. Maður getur engan veginn sett sig í þeirra spor og vil ég votta þeim mína dýpstu samúð og leyfa þeim að vita að hugur minn og bænir eru hjá þeim og litla englinum þeirra henni Rósu. Falleg bænastund var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í gær og gaf það þeim vonandi aukna von og kraft til að takast á við það sem framundan er.

Engin ummæli: