18/01/2006

Að ýmsu að huga!
Það hefur enn sem fyrr verið snarvitlaust að gera hjá hjúkkunni undanfarna daga. Hún hefur þurft að berjast við náttúruöflin, bílinn, vinnuna og lífið almennt. Fyrst ber að nefna sögunna löngu varðandi Skódann og að því sem virtist vera ónýtu sumardekkin. En eftir ansi svekkjandi og erfiðan dag sá hjúkkan þann kostinn skástan að drífa sig í Hjólbarðahöllina og kaupa nýjan umgang af negldum vetrardekkjum undir gellubílinn. Með ansi sært stolið þurfti hjúkkan að horfast í augu við það að Skódinn var ekki jeppi og þegar neyðin er strærst er hjálpin næst ekki satt!! Jú svo var hjá hjúkkunni og var björgunarmaðurinn kominn á svæðið tvívegis á nokkrum klst hjúkkunni til bjarga. Björgunarmaðurinn á stóran og flottan jeppa og finnst voða gaman að bjarga fólki sem er í vandræðum. Það er algjörlega nauðsynlegt að þekkja einn svona... Björgunarmaðurinn fær hér með ansi mörg hetjustig fyrir ósérhlífna þjónstu í þágu hjúkkunnar. Nú er hjúkkan komin á þessi líka fínu dekk og gamlir jeppataktar farnir að láta ljós sitt skína á Skódanum.
Annars er hjúkkan á fullu að ganga frá mögulegri skíðaferð til Austurríkis og er hún strax komin í sjúbb sjúbb stemninguna. Þar sem nokkur kíló hafa fokið í kjölfar ástandsins sem var á síðasta ári þurfti hjúkkan að skella sér í intersport og fjárfesta nýjum skíðabuxum og úlpu. Hún verður alla vega sætasta hjúkkan í fjallinu þegar þar að kemur. Þangað til er best að reyna að fara að sofa pínu til að geta mætt í vinnuna á morgun.

Engin ummæli: